Frá Akureyrarbæ; Umsókn um tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 201611133

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 211. fundur - 14.12.2016

Auður Helgadóttir vék af fundi klukkan 11:05 vegna vanhæfis.
Með fundarboði fylgdi bréf frá Hjörleifi Erni Jónssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri, dagsett 22. nóvember 2016, reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda dags. 5. ágúst 2011 og áætlaður kennslukostnaður í Tónlistarskólanum á Akureyri skólaárið 2016-2017. Bréf Hjörleifs varðar nemanda með lögheimili í Dalvíkurbyggð sem stundar grunnnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Leitað er samþykkis Dalvíkurbyggðar fyrir að greiða þann hluta kennslukostnaðar sem Akureyrarbær greiðir almennt fyrir nemendur með lögheimili þar.
Fræðsluráð hafnar erindinu með 4 atkvæðum þar Hlynur hafði staðfestingu frá skólastjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga á að skólinn getur boðið nemandanum sambærilegt nám sem fram færi á Akureyri eða á Dalvík.
Auður kom aftur til fundar klukkan 11:22.

Byggðaráð - 806. fundur - 21.12.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Magnús Guðmundur Ólafsson,skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, kl. 9:40.



Á 211. fundi fræðsluráðs þann 14. desember 2016 var eftirfarandi bókað:



"Með fundarboði fylgdi bréf frá Hjörleifi Erni Jónssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri, dagsett 22. nóvember 2016, reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda dags. 5. ágúst 2011 og áætlaður kennslukostnaður í Tónlistarskólanum á Akureyri skólaárið 2016-2017. Bréf Hjörleifs varðar nemanda með lögheimili í Dalvíkurbyggð sem stundar grunnnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Leitað er samþykkis Dalvíkurbyggðar fyrir að greiða þann hluta kennslukostnaðar sem Akureyrarbær greiðir almennt fyrir nemendur með lögheimili þar.

Fræðsluráð hafnar erindinu með 4 atkvæðum þar Hlynur hafði staðfestingu frá skólastjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga á að skólinn getur boðið nemandanum sambærilegt nám sem fram færi á Akureyri eða á Dalvík. "



Til umræðu ofangreint og farið yfir þær upplýsingar liggja fyrir.





Magnús vék af fundi kl. 10:44.



Hlynur vék af fundi kl. 11:02.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsókn sem lögheimilissveitarfélag en þar sem erindi Akureyrarbæjar er seint til komið þá fer Dalvíkurbyggð þess á leit að Tónlistarskólinn á Akureyri beri hlut Jöfnunarsjóðs á vorönn 2017 komi til þess að framlag úr Jöfnunarsjóði verði hafnað þar sem umsóknarfrestur er liðinn.



Hvað varðar framtíðarákvarðanir sjá b) lið hér að neðan.



b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga marki sameiginlega stefnu til framtíðar í þessu málum.