Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning 2017

Málsnúmer 201611112

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 211. fundur - 14.12.2016

Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 17. nóvember 2016 þar sem kynnt er Íslandsmót iðn- og verkgreina og einnig framhaldsskólakynning sem verður í Laugardagshöllinni í Reykjavík 16.-18. mars 2017 á vegum Verkiðnar. Tilgangur keppninnar er að auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar, bæta ímynd iðn- og verkgreina og vekja áhuga grunnskólanema á slíku námi.Verkiðn styrkir ferðir grunnskólanemenda með þátttöku í ferðakostnaði. Verkiðn óskar eftir tilnefningu tengiliðs frá skólum vegna skipulagningar á ferðum og fjölda nemenda frá hverjum skóla.
Fræðsluráð felur skólastjórnendum í Dalvíkurskóla að taka ákvörðun um það hverju sinni hvort tilboð sem þetta verður nýtt og felur Gísla Bjarnasyni, skólastjóra að skoða málið nánar.