Fræðsluráð - 214, frá 08.03.2017

Málsnúmer 1703001

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 290. fundur - 21.03.2017

Til afgreiðslu:

2. liður.

  • Með fundarboði fylgdi greinargerð Hlyns Sigursveinssonar, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem gerð er grein fyrir aukinni sérkennsluþörf í leikskólanum sem nemur einu stöðugildi. Auk þess vantar, vegna fyrirséðra langtímaveikinda og aðstæðna á leikskólanum, starfsmann í 100% stöðu fram að sumarlokun leikskólans og annan í 100% stöðu til áramóta.

    Fræðsluráð - 214 Fræðsluráð samþykkir erindið með 5 atkvæðum og felur Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála, að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja það síðan fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar.


  • Með fundarboði fylgdu tillögur að skóladagatali Árskógarskóla og Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2017-2018. Tillaga að skóladagatali Krílakots fyrir skólaárið 2017-2018 var lagt fram á fundinum. Fræðsluráð - 214 Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakots með 5 atkvæðum. Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:26.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Í ljósi erfiðrar stöðu sem getur skapast þegar árlegur flensufaraldur gengur yfir leitaði Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, álits fræðsluráðs á því hvort bjóða ætti starfsmönnum skólanna í Dalvíkurbyggð flensusprautur þeim að kostnaðarlausu. Fræðsluráð - 214 Fræðsluráð mælir samhljóða með að starfsmönnum allra skólanna standi slíkt til boða og gert verði ráð fyrir þessu við gerð næstu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn kl. 16:27.
  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 7. febrúar 2017 þar sem áréttað er að frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10. bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10. bekkjar grunnskóla. Fræðsluráð - 214 Gísli Bjarnason gerði grein fyrir stöðunni í Dalvíkurskóla en þar var s.l. vor unnið samkvæmt þessu kerfi við útskrift 10. bekkjar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti vinnu sem farin er af stað í samstarfi Dalvíkurbyggðar og kennara við grunnskólana í að uppfylla ákvæði bókunar 1 í kjarasamningi grunnskólakennara. Með fundarboði fylgdi Vegvísir samstarfsnefdnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans og spurningalisti sem hafður er til hliðsjónar við að greina vinnuumhverfið í grunnskólanum. Fyrir 1. maí 2017 skulu fulltrúar sveitarfélags og fulltrúar kennara ásamt skólastjóra kynna kennurum umbótaáætlun sveitarfélagsins fyrir skólann. Fyrir 1. júní 2017 skal skila lokaskýrslu til samstarfsnefndarinnar. Fræðsluráð - 214 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdi 34. og 35. fundargerð stýrihóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 214 Gísli og Dóróþea gerðu nánari grein fyrir því sem verið er að gera. Fræðsluráð fagnar öflugu starfi vinnuhópsins og starfsfólks Dalvíkurskóla. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.