Fræðsluráð

285. fundur 28. september 2023 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Snæþór Arnþórsson, boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann.

Monika Margrét Stefánsdóttir, boðaði forföll og ekki tóks að boða varamann.

Aðrir sem sátu fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Díana Björk Friðriksdóttir,fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla. Dominique Gyða Sigrúnardóttir, fulltrúi foreldra á Krílakoti.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, fóru yfir starfs - og fjárhagsáætlun hjá sínum stofnunum.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum, fyrir góða yfirferð á starfsáætlunum hjá sínum stofnunum. Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlanir skólanna og skólaskrifstofu.

Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá fræðslusviðs og vísar gjaldskrá fræðslusviðs til Byggðaráðs, til umfjöllunar.

Fræðsluráð, gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlanir skólanna og skólaskrifstofu.
Ágústa Kristín Bjarnadóttir,Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Díana Björk Friðriksdóttir og Dominique Gyða Sigrúnardóttir, fóru af fundi kl. 09:25.

2.Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjölda nemenda sem eru með íslensku sem annað mál. Mögulega verða komnar kostnaðartölur varðandi móðurmálskennslu hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð.
Afla þarf frekari gagna og málið tekið fyrir á næsta fundi fræðsluráðs.

3.Hreystivöllur á skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202309101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Benedikt Snæ Magnússyni dags. 25.09.2023. Ósk um hreystivöll á skólalóð Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð tók mjög jákvætt í erindið og vonast eftir að þetta komist til framkvæmda og vísar málinu til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

4.Ósk um úrbætur á Svarfaðardalsvegi, frá Hreiðarstöðum að Koti

Málsnúmer 202309120Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá skólastjóra Dalvíkur - og Árskógarskóla dags. 28.09.2023. þar er óskað eftir úrbótum á vegi frá Hreiðarstöðum í Svarfaðardal og að Koti í Svarfaðardal.
Fræðsluráð lýsir yfir miklum áhyggjum af lélegum vegum inn í dölunum, og er öryggi vegfarenda stórlega ógnað sem eiga leið þar um. Vegurinn er mjög illa farinn, og sérílagi á öðrum helmingi vegarins, sem gerir það að verkum að bílar þurfa oft á tíðum að aka þeim megin vegarins að þeir eru að aka gegn umferð. Það er með öllu óásættanlegt. Skólabíllinn sem sækir börn og keyrir leiðina á hverjum degi er mjög lengi ferða sinnar, vegna slæms ástands vegar. Er þetta með öllu óásættanlegt og er sviðstjóra falið að koma óánægju fundarmanna til vegagerðarinnar, og óska eftir tafarlausum úrbótum.
Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkur - og Árskógarskóla, fór af fundi kl. 10:05

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202309094Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um námsvist fyrir utan lögheimilissveitarfélag dags. 18.09.2023
Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs