Fræðsluráð

175. fundur 11. september 2013 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201305087Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs.Björn Gunnlaugsson fór yfir starfsáætlun Dalvíkurskóla og Frístundar. Hann gerði grein fyrir helstu áherslum næsta árs sem eru m.a. aukin áhersla á lýðræði, samkennsla, innleiðing nýrrar aðalnámskrár, frekari innleiðing fjölmenningarstefnu skóla, notkun upplýsingatækni í skólastarfi o.fl. Drífa Þórarinsdóttir fór yfir starfsáætlanir Káta- og Krílakots. Hún fór yfir helstu áherslur vetrarins og þau verkefni sem unnið er að í skólunum, t.d. grænfánann, jafnrétti, Uppbyggingarstefnu, fjölmenningu, stærðfræði, upplýsingaflæði, Söguskjóður, leikskólalóð, ræktun o.fl.  Starfsáætlanirnar gera jafnframt ráð fyrir frekara samstarfi skólanna s.s. undirbúningi á viðbyggingu við Krílakot sem myndi rúma  nemendafjölda Kátakots, aðlögun á stefnum og ferlum, nýtingu starfsfólks og fleira. Drífa Þórarinsdóttir verður skólastjóri beggja skólanna hér eftir.Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson fór yfir starfsáætlun Árskógarskóla. Hann greindi frá helstu áherslum svo sem innleiðingu nýrrar aðalnámskrár, þá sérstaklega nýs námsmats, vinnu við bekkjarnámsskrár og árganganámsskrár, Uppbyggingarstefnu, grænfána, jafnrétti, leikskóla-, byrjenda- og talnalæsi, samkennslu árganga, samvinnu skólastiga, samstarf við Dalvíkurskóla v. stoðþjónustu, samstarf við tónlistarskólann, nemendalýðræði, nýtingu upplýsingatækni, lotukennslu og framkvæmdir á leiksvæði. Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkur fór yfir starfsáætlun skólans. Hann greindi frá helstu áherslum, svo sem samstarfi við aðra skóla og enn frekari tengingu við íbúa sveitarfélagins svo sem íbúa Dalbæjar, þróun tónfræðikennslu, hvernig málin standa með grænfánann, námsmat, Uppbyggingarstefnuna sem hann segir að gangi vel, hvernig málum er háttað með nemendur af erlendum uppruna og símenntun. Með fundarboðinu fylgdi jafnframt bréf frá sviðsstjóra og leikskólastjóra Kríla- og Kátakots þar sem farið er yfir að rammi Kátakots er of þröngur sem skýrist af vanáætlun á árinu 2013. Drífa vakti jafnframt athygli á að fjárhagsáætlun Kátakots fyrir árið 2013 mun ekki standast. Þörf er á að ramminn hækki um rúm 14,3% á milli ára sem skýrist að mestu leyti  á vanáætlun í launum, hærri launum hjá þremur starfsmönnum vegna aukinnar menntunar og hærri niðurgreiðslum vegna afslátta en áður hafði verið áætlað. Með aðhaldi reynist mögulegt að hagræða að hluta til innan ramma málaflokksins vegna þessa og er því aðeins sótt um aukafjárveitingu að upphæð 2.000.000 kr.Stjórnendur hafa skilað viðhaldsbeiðnum til Eignasjóðs og er mikilvægt að höfð sé í huga við forgangsröðun 4ra ára áætlun sveitarfélagsins sem gerir ráð fyrir að byggt verði við Krílkot árið 2016.Fræðsluráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokks 04 sem og beiðni um viðbótarfjárveitingu að upphæð 2.000.000 kr. vegna Kátakots  Jafnframt samþykkir ráðið ótímabunda ráðningu Drífu í starf leikskólastjóra Kríla- og Kátakots.Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi.

2.Gjaldskrár fræðslu- og menningarsviðs 2014

Málsnúmer 201308048Vakta málsnúmer

a) LeikskólarMeð fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingum á gjaldskrá leikskóla sbr. ákvörðun sveitarstjórnar um vísitöluhækkanir. Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir. b) TónlistarskóliMeð fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingum á gjaldskrá tónlistarskóla sbr. ákvörðun sveitarstjórnar um vísitöluhækkanir. Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir. c) FrístundMeð fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingum á gjaldskrá Frístundar sbr. ákvörðun sveitarstjórnar um vísitöluhækkanir. Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir. d) DalvíkurskóliMeð fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingum á gjaldskrá Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir. Skólastjórar og áheyrnarfulltrúar véku af fundi.

3.Starfslýsingar stjórnenda fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201307008Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu starfslýsingar skólastjórnenda a) Starfslýsing skólastjóra Káta- og Krílakots Fræðsluráð samþykkir starfslýsinguna eins og hún liggur fyrir. b) Starfslýsing skólastjóra Árskógarskóla Fræðsluráð samþykkir starfslýsinguna eins og hún liggur fyrir. c) Starfslýsing skólastjóra Dalvíkurskóla- og Frístundar Fræðsluráð samþykkir starfslýsinguna eins og hún liggur fyrir. d) Starfslýsing skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar Fræðsluráð samþykkir starfslýsinguna eins og hún liggur fyrir.

4.Upplýsingatækni í skólastarfi

Málsnúmer 201305089Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri upplýsti um þá heimild sem Byggðaráð veitti á 672. fundi sínum um tilfærslu fjármagns á milli liða og deilda til kaupa á skjávörpum og spjaldtölvum fyrir leik- og grunnskóla. Þegar hefur verið gengið frá kaupum á skjávörpum og er nú verið að leita tilboða á spjaldtölvum.Sviðsstjóri gerði grein fyrir þeirri framtíðarsýn sem er uppi og könnun sem fræðsluskrifstofan lagði fyrir kennara Dalvíkurskóla um forgangsröðun.Jafnframt eru í bígerð reglur um afhendingu tækja og þau réttindi, kröfur og skyldur sem þau setja á viðtakanda. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með að þessi mál séu komin farveg. 

5.Umsókn um leikskólavist - undanþága

Málsnúmer 201308037Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsett 19.08.2013 var óskað eftir leikskólavist fyrir barn sem er með lögheimili í Svíþjóð en faðir þess á lögheimili í Dalvíkurbyggð. Fræðsluráð samþykkir að gera tímabundna undanþágu á innritunareglum leikskóla  Dalvíkurbyggðar og heimilar barninu að sækja leikskóla í Árskógi til 1. maí 2014. Óski foreldrar eftir leikskólavist fyrir barnið lengur en þessari undanþágu nemur þurfa þau að flytja lögheimili barnsins í sveitarfélagið. Þessi undanþága er veitt ekki síst á þeim forsendum að svigrúm er til að veita barninu vist í skólnum án þess að bæta við starfsmanni.

6.Viðmiðunareglur varðandi leyfisveitingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu  viðmiðunarreglur frá skólastjóra Dalvíkurskóla sem unnar voru á vordögum. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með reglurnar og að leyfisveitingar séu komnar í gagnsæan farveg.

7.Erindisbréf

Málsnúmer 201301126Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi endurskoðað erindisbréf Fræðsluráðs. Fræðsluráð samþykkir bréfið eins og það liggur fyrir.

8.Önnur mál fræðsluráð

Málsnúmer 201111010Vakta málsnúmer

Gerð var grein fyrir skólaráðstefnu, samræðu skólstiganna sem haldin verður 4. október næstkomandi á Akureyri. Starfsfólk leik- og grunnskóla sveitarfélagsins ásamt fræðsluskrifstofu mun sækja ráðstefnuna en gert var ráð fyrir því á skóladagatali vetrarins 2013-2014.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs