Félagsmálaráð

180. fundur 09. september 2014 kl. 13:00 - 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir Aðalmaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Einar Þorsteinn Pálsson Varamaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
Dagskrá
Hildur Birna Jónsdóttir varaformaður boðaði forföll og í hennar stað kom varamaður hennar Einar Þorsteinn Pálsson

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201408013Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201408013
Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201409043Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201409043
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201409044Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 20140944
Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201408098Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201408098
Bókað í trúnaðarmálabók

5.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, erindi frá afmælisnefnd

Málsnúmer 201408020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði 704 fundi dags. 21.08.2014 þar sem byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindi frá Alþingi, 100 ára kosningarréttur kvenna, erindi frá afmælisnefnd til félagsmálráðs ásamt öðrum ráðum. Erindi þetta barst sveitarfélaginu 12. ágúst frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttir framkvæmdastjóra 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Sveitarfélög á landsvísu eru hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár. Óskað er eftir áformum sveitarfélagsins sem yrði kynnt á heimasíðu afmælisnefndarinnar í haust.
Félagsmálaráð mun vera tilbúið til samstarfs við fræðsluráð og menningarráð. Verkefni erindis tilheyrir ekki félagsmálaráði beint.

6.Bréf um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum

Málsnúmer 201408024Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir erindi vísað úr Byggðarráði, 704 fundi dags. 21.ágúst 2014 frá Jafnréttisstofu þar sem minnt er á skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir. Byggðarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs sem fer með jafnréttismál sveitarfélagsins. Erindi Jafnréttisstofu dags, 14.08 2014 er að minna sveitarstjórnir á að sveitarstjórnum beri að skipa jafnréttisnefndir . Hver jafnréttisnefnd skal hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarstjórnir til fjögurra ára en hana á að leggja fram eigi síðar en ári eftir kosningar. Einnig skulu sveitarstjórnir sjá til þess að hlutur kynjanna sé sem jafnastur í öllum nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélagsins. Þegar sveitarstjórn hefur skipað jafnréttisnefnd eru þær beðnar að senda Jafnréttisstofu upplýsingar um nöfn nefndarfólks ásamt netföngum.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að svara erindi Jafnréttisstofu. Félagsmálaráð leggur til að jafnréttisáætlun verði tekin til endurskoðunar á næsta fundi ráðsins.

7.Ný hugsun og þróun í heimaþjónustu í hinum vestræna heimi

Málsnúmer 201409047Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir erindi frá 25. júlí 2014 frá Velferðarráðuneytinu en þann 3. október 2014 er ráðstefna um Nýja hugsun og þróun í heimaþjónustu, um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu. Öll Norðurlöndin hafa mótað stefnu byggða á þeirri sýn að sem flestir geti búið á eigin heimilum, óháð aldri, heilsufari og fötlun. Því hefur samþætt þjónusta við fólk á heimilum sínum aldrei verið mikilvægari en nú. Á ráðstefnunni verður skoðuð reynsla Norðurlandanna af samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu og lagt mat á hvernig hún mætir þörfum notenda.
Lagt fram til kynningar

8.Börn með víðtækan vanda - úrræði

Málsnúmer 201409046Vakta málsnúmer

Bréf barst frá Velferðarráðuneytinu 28. ágúst 2014 þar sem kynnt er nýtt sérfræðingateymi sem Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað sem veita skal sveitarfélögum ráðgjöf um hvernig best verði háttað þjónustu við einstök börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir og fjölskyldur þeirra. Í þessu samhengi er átt við aðstæður þar sem vandinn er slíkur að fullreynt er að mati sveitarfélagsins að börnin geti áfram búið í foreldrahúsum og eru talin þurfa sérsniðin búsetuúrræði.
Lagt fram til kynningar

9.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014

Málsnúmer 201208047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Velferðaráðuneytinu dags. 29.08 2014 vegna verkefna í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.Gert var ráð fyrir að þingályktunin næði til áranna 2012-2014 en sl. vor ákvað velferðarráðherra að framlengja áætlunina um tvö ár. Eitt af verkefnunum í framkvæmdaráætlun þessari er verkefni sem miðar að því að vinna gegn fordómum og félagslegri útskúfun fatlaðs fólks. Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum var fengið til að vinna skýrslu með yfirliti og samantekt um helstu niðurstöður íslenskra rannsókna sem gerðar hafa verið á stöðu fatlaðs fólks á árabilinu 2000-2013. Skýrslan er komin út og er aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar

10.Þjónusta sveitarfélaga við innflytjendur

Málsnúmer 201409048Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf dags. 02.07.2014 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á breytingum á lögum nr. 96/2002 um útlendinga. Breytingar sem hafa áhrif á sveitarfélögin eru ákvæði um skráningarvottorð og dvalarskírteini til handa EES/EFTA borgurum og aðstandendum þeirra. Einnig hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um móttökuþjónustu og aðstoð við félagslega þátttöku flóttafólks. Sambandið hefur einnig unnið að greiningu á gráum svæðum milli ríkis og sveitarfélaga hvað varðar ýmsa þætti velferðarþjónustu. Meðal atriða sem komið hafa til skoðunar er endurgreiðsla á fjárhagsaðstoð sem sveitarfélög veita innflytjendum.
Lagt fram til kynningar

11.Félagslega íbúðakerfið - fjöldi o.fl.

Málsnúmer 201301033Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri upplýsti og fór yfir fjölda íbúða í eigu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar

12.Fundargerðir mars-sept 2014 - þjónustuhópur og stjórn Róta

Málsnúmer 201409064Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram fundargerðir þjónustuhóps um málefni fatlaðra og stjórnar Róta
Lagt fram til kynningar

13.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409063Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð leggur til að halda auka fund til þess að fara yfir fjárhagsáætlun sviðsins og boðar til aukafundar þriðjudaginn 16.september 2014 kl 10:00.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir Aðalmaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Einar Þorsteinn Pálsson Varamaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi