Byggðaráð

729. fundur 26. mars 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttir mætti í hans stað.

1.Frá 267. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2015; Gjaldskrár 2015; tillaga félagsmálaráðs að hækkun / breytingu á leigugjaldi íbúða.

Málsnúmer 201502067Vakta málsnúmer

Á 267. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2015 var samþykkt samhljóða að vísa tillögu félagsmálaráðs frá 185. fundi þann 12. febrúar s.l. um hækkun húsaleigu leiguíbúða um 15% ef einstaklingar eru með tekjur yfir tekju- og eignamörkum til byggðaráðs til umfjöllunar.



Ofangreint til umræðu.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.Frá 267. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2015; Gagnaveita Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:27.



Á 267. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2015 var samþykkt samhljóða sú tillaga að vísa tillögu veitu- og hafnaráðs frá 26. fundi ráðsins þann 10. mars 2015 um að ganga til samninga við Tengir hf. um lagningu ljósleiðara í Dalvíkurbyggð á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga til byggðarráðs.



Með fundarboði byggðarráðs fygldi einnig erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 25. mars 2015, þar sem eftirfarandi kemur fram:

"Gagnaveita Dalvíkurbyggðar, í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir fjárheimildum vegna gagnaveitu á tveimur stöðum, annars vegar undir rekstri á bókhaldslykli 47-42-4320 er gert ráð fyrir kr. 6.500.000,- og hins vegar á fjárfestingalykli 48-19-11504 en þar er gert ráð fyrir kr. 4.000.000,-.

Óskað er eftir því að þessar fjárhæðir verði sameinaðar undir fjárfestingalykli 48-19-11503, en hann er án vsk."



Þorsteinn vék af fundi kl.13:54.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs á breytingu á fjárhagsáætlun þannig að kr. 3.500.000 verði fluttar af lið 48-19-11504 og á lið 47-42-4320; alls kr. 10.000.000 árið 2015 vegna áfanga #1.

3.Húsabakki.

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Á 720. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar 2014 var eftirfarandi samþykkt:

"Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni stjórnar Húsabakka ehf. um að draga til baka fyrri ákvörðun um uppsögn á leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. Ný ákvörðun um framhald leigusamnings verði tekin eftir viðræður við stjórn Húsabakka ehf., í síðasta lagi 1. júní 2015.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita eftir viðræðum við forsvarsmenn Húsabakka ehf. og að sveitarstjóri leiði þær viðræður fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Byggðarráð ítrekar fyrri bókun sína um vilja til að framlengja samning um Rima til 1. júní 2015 og verði hann tekinn til endurskoðunar í viðræðum um samninginn við Húsabakka.

Byggðarráð ítrekar afstöðu sína um vilja til að selja húsnæði Húsabakka."



Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum Húsabakka ehf. á fund byggðarráðs.

4.Frá 190. fundi fræðsluráðs þann 19. mars 2015; Frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda; Formleg beiðni um styrk.

Málsnúmer 201502074Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék formaður byggðarráðs af fundi kl. 14:21 vegna vanhæfis og Heiða Hilmarsdóttir tók við fundarstjórn.



Á 190. fundi fræðsluráðs þann 18. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"3. Formleg beiðni um styrk - 201502074

Tekin var fyrir beiðni um styrk frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanna dagsett 11. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir styrk til að mæta kostnaði við keppnina. Skólar sveitarfélagsins hafa ekki verið að taka þátt í keppninni en hún er áhugaverð og getur hvatt til sköpunar sem er lykilþáttur í skólastarfi.





Fræðsluráð leggur til að verkefnið verði styrkt um 45.000 kr. og vísar þeirri beiðni til byggðaráðs þar sem þetta er ekki inni í fjárhagsáætlun ráðsins.



Jafnframt leggur fræðsluráð til að grunnskólar sveitarfélagsins taki þátt í keppni"

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni á þeim forsendum að byggðarráði er ekki kunnugt um að grunnskólar Dalvíkurbyggðar séu þátttakendur í keppninni og hafi ekki verið.

Byggðarráð tekur undir hvatningu fræðsluráðs að hugað verði að þátttöku í keppninni og fræðsluráð hugi að því síðar að styrkja verkefnið og gera þá ráð fyrir því í starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.



Gunnþór kom á fundinn að nýju kl.14:41.

5.Frá Dalvíkurskóla; Beiðni um styrk vegna Skólahreystis.

Málsnúmer 201503118Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 14:43 vegna vanhæfis.



Tekið fyrir erindi frá Ásu Fönn Friðbjarnardóttur f.h. Dalvíkurskóla, rafpóstur dagsettur þann 12. mars 2015, þar sem fram kemur að lið Dalvíkurskóla vann Norðurlandskeppnina í Skólahreysti og mun liðið fara þann 22. apríl n.k. til Reykjavíkur og keppa þar. Til þess að þetta verði mögulegt þá þarf skólinn styrk til að borga meðal annars rútu/r. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 upp í rútukostnað.
Byggðarráð óskar liði Dalvikurskóla til hamingju með árangurinn.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá nánari upplýsingar frá skólastjóra um ofangreint erindi í samræmi við umræður á fundinum.



Guðmundur kom inn á fundinn að nýju kl. 14:48.

6.Frá Kvenfélaginu Tilraun; Ósk um styrk vegna 100 ára afmælis Tilraunar.

Málsnúmer 201503137Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kvenfélaginu Tilraun, bréf dagsett þann 16. mars 2015, þar sem félagið fer þess á leit við byggðarráð að það leggi fram kostnað við umbrot og prentun á 100 ára afmælisriti félagsins, allt að kr. 600.000. Kostnaðaráætlun frá 2013 hljóðar upp á kr. 2.170.000, auglýsingatekjur eru kr. 345.000, styrkir kr. 700.000 og félagið hefur lagt út kr. 1.225.000.



Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á erindinu og óskar eftir nánari upplýsingar um tekjur og gjöld vegna verkefnsins sem og óskað er eftir ársreikningi félagsins.

7.Frá Jafnréttisstofu; Útgáfa dagatals ársins 2015.

Málsnúmer 201503036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jafnréttisstofu, dagsett þann 6. febrúar 2015, þar sem fram kemur að Jafnréttisstofa hefur gefið út dagatal fyrir árið 2015 þar sem þess er minnst að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu í fyrsta skipti kosningarétt og óskað er eftir að dagatalið verði sett á áberandi stað á vinnustöðum Dalvíkurbyggðar.





Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð hvetur vinnustaði sveitarfélagsins að setja dagatalið á áberandi stað.

8.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka vegna framkvæmda.

Málsnúmer 201503092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 10. mars 2015 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna hönnunar og framkvæmda á eftirfarandi verkum:

Hönnun og útboð á viðbyggingu við Krílakot kr. 10.866.456 án vsk, 32-13-11860.

Hönnun og útboð vegna breytinga við sundlaug Dalvíkur kr. 2.035.000 án vsk, 32-13-11860.



Endurbætur á Ungó:

Samkvæmt tilboði frá Tréverk kr. 1.514.343 án vsk.

Samkvæmt tilboði frá Tréverk kr. 1.405.099 án vsk.

Samkvæmt tilboði frá Júlíusi Viðarssyni kr. 1.318.439 án vsk.



Samtals kr. 5.318.541 með vsk. Til frádráttar kæmi kr. 1.500.000 sem eru eftirstöðvar styrks frá Minjastofnun.



Um er að ræða verkþætti sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2014 en náðist ekki að klára á árinu. Samtals beiðni að upphæð kr. 16.719.997 að teknu tilliti til styrks að upphæð kr. 1.500.000
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka og vísa honum til gerðar viðauka og breytingu á handbæru fé.

Byggðarráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á næsta fund byggðarráðs.

9.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Tilboð í niðurrif á Skíðabraut 2; Beiðni um viðauka.

Málsnúmer 201503098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem gert er grein fyrir tilboðum sem bárust í niðurrif á Skíðabraut 2 á Dalvik. Á 261. fundi umhverfisráðs þann 13. mars var lagt til að tilboði Steypustöðvar Dalvíkur ehf. yrði tekið. Að fenginni reynslu við slík verk má gera ráð fyrir einhverjum aukakostnaði en tilboðið var kr. 745.000. Sótt er um viðauka vegna þessarar framkvæmdar kr. 900.000 á lið 09-29-4396.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 745.000; vísað til gerðar viðauka og lækkunar á handbært fé.

10.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Viðbygging við Krílakot; skipun stýrihóps / bygginganefndar.

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem fram kemur ósk um stofnun stýrihóps / rýnihóps vegna viðbyggingar við Krílakot en samkvæmt samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar skal byggðaráð taka ákvörðun um skipun og samsetningu vinnuhópa. Jafnframt þarf að liggja fyrir hvort vinnuhópar séu launaðir. Sviðsstjóri telur mikilvægt að slíkur hópur sé skipaður hið fyrsta þar sem fyrir liggur að taka þurfi ákvarðandir um hin ýmsu atriði sem snúa að frágangi viðbyggingarinnar áður en til útboðs kemur.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir skipi stýrihópinn:

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Haukur A. Gunnarsson, formaður umhverfisráðs.

Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri.

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að formaður umhverfisráðs fá greitt fyrir fundi en aðrir í hópnum eru starfsmenn sveitarfélagsins. Kappkosta skal að halda fundi á dagvinnutíma.

11.Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2015

Málsnúmer 201502118Vakta málsnúmer

Á 727. fundi byggðarráðs þann 26. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 12. febrúar 2015, þar sem auglýst er eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfresturinn er til aprílloka.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til framkvæmdastjórnar til skoðunar. "



Framkvæmdastjórn hefur fjallað um málið og eitt verkefni hefur verið tilnefnt sem er ritun Útgerðarsögu Dalvíkurbyggðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sótt verði um styrk vegna gagnaöflunar og undirbúnings fyrir mögulega ritun á Útgerðarsögu Dalvíkurbyggðar.

12.Frá Sýslumanninum á Akureyri; Umsókn um leyfi í Brekkuseli.

Málsnúmer 201503117Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Akureyri, bréf dagsett þann 12. mars 2015, þar sem fram kemur að Óskar Óskarsson, kt. 060664-3589, sækir um fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur, kt. 490381-0319, nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga í Brekkuseli 620. Dalvík.



Rekstrarleyfi/gististaður: flokkur III



Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er óskað umsagna bæjarstjórnar um umsókn þessa.



Með fundarboði fylgdi umsögn slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar og sviðsstjóra umhverfis og tæknisviðs sem gera ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

13.Frá 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 11. mars 2015; Tékklisti og ferlar vegna verkefna

Málsnúmer 201503058Vakta málsnúmer

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 11. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"4. Tékklisti og ferlar vegna verkefna - 201503058

Til umfjöllunar drög að tékklista og vinnureglum innanhúss er varða verkefni sem þarfnast aðkomu fleiri en eins sviðs.



Á vinnufundi, sem haldinn var 13. janúar, var unninn tékklisti fyrir slík verkefni en að þeirri vinnu komu sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi.



Fjallað hefur verið um málið á 6. fundi atvinnumálanefndar og 723. fundi byggðaráðs.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða mað 5 atkvæðum að óska eftir umsögnum annarra fagráða á vegum Dalvíkurbyggðar og framkvæmdastjórnar."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreindur tékklisti.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindan tékklista.

Lagt fram.

14.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; XXIX. landsþing sambandsins.

Málsnúmer 201501120Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 2. mars 2015, þar sem fram kemur að samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélagsins, formenn og framkvæmdastjórnar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitafélaga hér með boðaðir til XXIX. landsþings sambandsins föstdaginn 17. apríl n.k.



Aðalfulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Valdís Guðbrandsdóttir.

Varafulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:

Heiða Hilmarsdóttir og Kristján Guðmundsson.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg; Ályktun um björgunarstörf.

Málsnúmer 201412114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, dagsett þann 25. febrúar 2015, þar sem fram kemur að stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þakkar sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar þann áhuga og þá umhyggju sem hún sýnir störfum félagsins sem og slysavarna-, leitar- og björgunarmálum í heildinni. Ályktun Dalvíkurbyggðar hefur verið lögð fyrir stjórn SL sem og fyrir landsstjórn björgunarsveita. Fram kemur jafnframt að það sé sérstaklega ánægjulegt og þakkarvert að opinberir aðilar eins og sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar sjái sér fært að taka þátt í slíku samstarfi og styðja við bakið á slíkum verkefnum og er öðrum til fyrirmyndar.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá Eyþingi; Umsögn um frumvarp til fólksflutninga

Málsnúmer 201503107Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eyþingi, rafpóstur dagsettur þann 12. mars 2015, þar sem upplýst er um umsögn Eyþings um frumvarp til laga um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni, 504. mál.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, 338. mál.

Málsnúmer 201502227Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis,dagsettur þann 26. febrúar 2015, þar sem óskað er umsagnar eigi síðar en 18. mars s.l. um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunar og bjartari morgna, 338. mál.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 825. og 826. fundir stjórnar.

Málsnúmer 201502032Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettir þann 20. febrúar og 4. mars 2015 er innihalda fundargerðir stjórnar Sambandsins nr. 825 og nr. 826.
Lagt fram til kynningar.

19.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201503195Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

20.Frá 66. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. mars 2015; Frá Skíðafélagi Dalvíkur og Gólfklúbbnum Hamar; ráðning framkvæmdastjóra.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Frestað.

21.Frá Fiskideginum mikla; Vegna minnisstöpla Fiskidagsins mikla við Byggðasafnið Hvol.

Málsnúmer 201503172Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs