Byggðaráð

1034. fundur 18. ágúst 2022 kl. 13:15 - 16:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild v. Dalvíkurskóla o.fl.

Málsnúmer 202208067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13.18.

Tekið fyrir minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 16. ágúst sl., sem er þarfagreining fyrir nýtt starf á Eigna- og framkvæmdadeild. Fram kemur að starfsmaður sem var í 60% starfi við Dalvíkurskóla og sá um ýmis verkefni innan skólans sagði starfi sínu lausu í vor og ekki hefur verið auglýst og/eða ráðið í starfið. Óskað er eftir því að fá að bæta við starfsmanni á Eigna- og framkvæmdadeild í nýtt 100% starf sem hafi það aðalverkefni að sinna viðhaldi á og þjónusta allar skólastofnanir sveitarfélagsins. 60% starfið í skólanum yrði þannig lagt niður og starfsmaðurinn yrði starfsmaður Framkvæmdasviðs en hefði mikla skipulagða viðveru í skólunum og næði þá að sinna því sem þarf dagsdaglega og eiga í samskiptum við skólastjórnendur um viðhald og viðhaldsþörf. Með þarfagreiningunni fylgja drög að starfslýsingu fyrir þetta nýja starf.

Með fundarboði byggðaráðs fylgir einnig starfslýsing starfsmanns í Dalvikurskóla í 60% starfi - skólaliði II.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra, sviðsstjórum framkvæmdasviðs, fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og skólastjóra Dalvíkurskóla að eiga fund fyrir hádegi á morgun um ofangreint.

2.Frá Framkvæmdasviði; Beiðni um viðauka vegna fráveitu við Ungó

Málsnúmer 202207061Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 28. júlí 2022, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við deild 31520, Ungó, vegna vandamála sem hafa komið upp ítrekað með fráveitu frá salernum í anddyri Ungó. Fram kemur að kostnaður er nokkuð ófyrirséður enda ekki nákvæmlega vitað um umfang eða nákvæma staðsetningu á því sem þarf að laga- þar sem ekki liggur nákvæmalega fyrir hvert vandamálið er.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð allt að kr. 1.000.000 við deild 31520. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

3.Frá Framkvæmdasviði; Beiðni um viðauka vegna lagfæringa á lóðamörkum við Hringtún 5

Málsnúmer 202208063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 15. ágúst sl, þar sem óskað er eftir viðauka vegna viðhalds gatna og gangstétta á deild 10300 að upphæð kr. 5.000.000. Um er að ræða framkvæmdir vegna sigs í gangstétt norðan við Hringún 5. Fyrirhugað er að steypa lágan stoðvegg á lóðarmörkunum.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:04.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka allt að kr. 5.000.000 við deild 10300, viðauki nr. 17 við fjárhagsáætlun 2022, vegna ofangreinds verkefnis.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á deild 32200 um kr. 2.500.000 vegna verkefnis; "Gangbraut frá ferjubryggju að verbúðum". Rökin eru að gera þarf breytingar síðar vegna deiliskipulags. Restinni, að upphæð kr. 2.500.000, verði mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Frá Slökkviliðsstjóra; Aukin ökuréttindi slökkviliðsmanna beiðni

Málsnúmer 202208011Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:40.

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 3. ágúst sl,. þar sem gert er grein fyrir stöðu mála hvað varðar mönnum á bíla liðsins með til þess bær réttindi er til útkalls kemur. Kynnt er möguleg lausn sem felst í því að styrkja liðsmenn sem sýnt hafa áhuga um kostnað við meirapróf sem nemur allt að 1/3 af kostnaði. Slökkviliðsstjóri vill því kanna hver skoðun byggðaráðs er og hvort að ofangreind leið eða sambærileg hugnist ráðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að leggja fyrir byggðaráð viðaukabeiðni ásamt drögum að samningi um hvernig aðkoma Dalvíkurbyggðar geti orðið til þess að greiða götur áhugasamra slökkviliðsmanna vegna kostnaðar við meiraprófið.

5.Frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs; Vinnuhópur um brunamál

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dagsett þann 6. júlí 2022, þar sem óskað er eftir fyrir hönd vinnuhópsins um brunamál að byggðaráð taki til umræðu erindisbréf vinnuhópsins og skipan í hann sem og tillögu vinnuhópsins um að sama fjárhæð og var áætluð í slökkviliðsbíl, að upphæð 80 m.kr., yrði sett í fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins.

Meðfylgjandi eru drög að uppfærðu erindisbréfi og bréf frá Vinnueftirlitinu, dagsett þan 8. nóvember 2021, þar sem fram kemur að tímafrestur til að senda inn tilkynningu um úrbætur er framlengdur til 2.11.2022.

Vilhelm Anton vék af fundi kl.14:25.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitartjóri taki sæti í vinnuhópnum í stað fyrrverandi sveitarstjóra.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með tillögu er varðar húsnæðismál Slökkviliðs Dalvíkur til fjárhagsáætlunargerðar.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202205032Vakta málsnúmer

Viðauki vegna veikindalauna.
Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand - undirskriftarlisti

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund að nýju Freyr Antonsson kl. 14:15.
Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kom á fundinn undir þessum lið kl. 14:15.

Á 1032. fundi byggðaráðs þann 7. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðmundur Valur Stefánsson, frá Laxósi, Hreinn Þór Hauksson frá Íslenskum verðbréfum, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Eyrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir, sveitarstjóri, tók þátt í fundinum í gegnum síma. Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann. Lagt fram til kynningar." Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi íbúasamtaka á Árskógssandi þriðjudaginn 1. febrúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand og stöðu mála. Lagt fram til kynningar." Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjóri fór yfir málin frá síðasta fundi umhverfisráðs en búið er að halda íbúafund til kynningar verkefninu ásamt því að sveitarstjóri sat fyrir svörum á fundi íbúaráðs á Árskógssandi. Fjölmargar athugasemdir bárust í kjölfar fundanna. Forsvarsmenn Laxóss eru að endurmeta stöðu verkefnisins og því kemur ekki til neinnar ákvarðanatöku umhverfisráðs á þessum fundi. Lagt fram til kynningar." Guðmundur Valur og Hreinn Þór gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins og Guðmundur Valur fór yfir samantekt sína. Guðmundur Valur vék af fundi kl. 14:20. Lagt fram til kynningar.


Til umræðu ofangreind kynning og samantekt frá síðasta fundi.

Með fundarboði fylgdi einnig til upplýsingar tékklisti innanhúss vegna erinda sem þarfnast samvinnu sviða.
Byggðaráð áformar að halda íbúafund eftir almenn sumarleyfi um ofangreint verkefni og stöðuna á því."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirskriftarlisti frá íbúum og húseigendum á Árskógssandi þar sem fiskeldi, seiðaeldi í og við byggð á Árskógssandi eins og kynnt hefur verið er mótmælt kröftuglega.

Um er að ræða 58 undirskriftir sem er 61,8% íbúa 18 ára og eldri með lögheimili á Árskógssandi.


Lagt fram til kynningar.

8.Frá 374. fundi umhverfisráðs þann 8.8.2022; Ósk um viðræður vegna Hánefsstaðaskógar

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir liggja drög að samningi um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Hánefsstaðaskógi. Umhverfisráð felur Framkvæmdasviði að ganga til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja til í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Umhverfisráð telur verkefnið mikilvægt fyrir lýðheilsu í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:52.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

9.Frá Leikfélagi Dalvikur; Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:55.

Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Silja Dröfn Jónsdóttir, formaður Leikfélags Dalvíkur og Guðbjörg Anna Óladóttir, kl. 13:15. Tekið fyrir erindi frá stjórn Leikfélags Dalvíkur, dagsett í júní 2022, þar sem fram kemur að félagið óskar eftir því að samningur um húsnæði og styrk Dalvíkurbyggðar verði endurskoðaður. Félagið óskar eftir að fá Ungó til afnota allt árið um kring en þó með þeim formerkjum að þriðji aðili, s.s. Gísli, Eiríkur, Helgi (kaffihús) geti fengið aðgang að húsinu til að efla menningu samfélagsins. Í erindinu er farið yfir þær hugmyndir sem Leikfélagið er með um starfsemi og viðburði félagsins í húsinu. Til að ná þessum árangri sem stefnt er að þá óskar félagið eftir að a.m.k. hluti af styrk félagsins sé ekki bundinn við það að setja upp leiksýningu. Til umræðu ofangreint. Silja Dröfn og Guðbjörg Anna viku af fundi kl. 13:37.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks, Helga kaffihúss á fund og fá þeirra álit."

Forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. lögðu fram yfirlit yfir þá starfsemi sem hefur verið í Ungó á þeirra vegum.

Til umræðu ofangreint.

Kristín Aðalheiður og Bjarni viku af fundi kl.15:18.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra/staðgengli að eiga fund með Leikfélagi Dalvíkur og forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202204081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka að upphæð kr. 2.091.814 frá 15.ágúst 2022 og til og með 31. desember 2022. Launaviðauki nr. 19 við fjárhagsáætlun 2022 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Frá 374. fundi umhverfisráðs þann 8.8.2022; Umsókn um lóð - Hamar lóð 13

Málsnúmer 202207008Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráða þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 3. júlí 2022, óska Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson eftir frístundalóð nr. 13 á Hamri. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni nr. 13 á Hamri.

12.Frá 374. fundi umhverfisráðs þann 8.8.2022; Umsókn um lóð - Hringtún 23

Málsnúmer 202207009Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 4. júlí 2022, óska Kristín Kjartansdóttir og Ingi Valur Davíðsson eftir lóðinni við Hringtún 23 á Dalvík. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 23.

13.Frá 374. fundi umhverfsiráðs þann 8.8.2022; Umsókn um lóð - Hringtún 24

Málsnúmer 202206076Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 16. júní 2022, óska Erla Björk Jónsdóttir og Haukur Dór Kjartansson eftir lóðinni við Hringtún 24 á Dalvík. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 24.

14.Frá 374. fundi umhverfisráðs þann 8.8.2022; Umsókn um lóð - Skógarhólar 10

Málsnúmer 202207064Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 26. júlí 2022, óska Helga Guðmundsóttir og Guðmundur Ingvar Guðmundsson eftir lóðinni við Skógarhóla 10 á Dalvík. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 10.

15.Frá 374. fundi umhverfisráðs þann 8.8.2022; Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 8 Árskógssandi

Málsnúmer 202206089Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 16. afgreiðslufundi Byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar þann 23. júní 2022 var tekin fyrir umsókn EGO hús ehf. um byggingarleyfi að Öldugötu 8 á Árskógssandi. Óskað var eftir leyfi til þess að byggja parhús á lóðinni. Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði var umsókninni vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til eigenda eftirfarandi húseigna að: Ægisgötu 7, 9, 11 og Öldugötu 6, 9, 10, 11, 13, 15 og 17. Grenndarkynningargögn voru send út 4. júlí og var frestur til athugasemda til 1. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust. Umhverfisráð leggur til að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi.

16.Frá 374. fundi umhverfisráðs þann 8.8.2022; Dalvíkurlína 2 - Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202207062Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð hefur móttekið erindi Skipulagsstofnunar, dags. 26/07/2022, þar sem óskað er eftir umsögn vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við Dalvíkurlínu 2 - 66 KV jarðstrengur á milli Akureyrar og Dalvíkur. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu til Skipulagsstofnunar skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. / Í framkvæmdarlýsingu kemur fram að gert er ráð fyrir lagningu á 41 km löngum jarðstreng og nær framkvæmdasvæðið frá Rangárvöllum á Akureyri til Dalvíkur. Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja örugga orkuafhendingu á Dalvík með tvöfaldri tengingu við meginflutningskerfið. Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar telur að gerð sé ítarlega grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, mögulegum umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. Umhverfisráð telur að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fyrirhuguð framkvæmd fer að hluta til um hverfisverndarsvæði 807-Hv og 819-Hv og um Friðland Svarfdæla. Mikilvægt er að tryggja mótvægisaðgerðir svo fyrirhuguð framkvæmd raski ekki landslagi og lífríki á svæðinu. Umhverfisráð leggur áherslu á nýta framkvæmdina við stígagerð og að samþykki allra landeigenda, sem hagsmuna eiga að gæta, liggi fyrir áður en framkvæmdir við lagningu hefjast. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélaginu sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin er mikilvægur liður í að tryggja innviðaöryggi í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og umsögn umhverfisráðs.

17.Frá 374. fundi umhverfisráðs þann 8.8.2022; Boð um þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 202206107Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir liggur erindi frá SSNE um þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi. Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu og felur sviðsstjóra Framkvæmdasviðs að vera tengiliður við SSNE varðandi úrgangsstjórnun. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi og að sviðsstjóri Framkvæmdasviðs verði tengiliður við SSNE varðandi úrgangsstjórnun.

18.Frá 374. fundi umhverfisráðs þann 8.8.2022; Ársfundur náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202206138Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun um ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður 10. nóvember næstkomandi. Umhverfisráð leggur til að formaður og/eða varaformaður ráðsins sæki ársfundinn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að formaður og/eða varaformaður ráðsins sæki ársfund náttúruverndarnefnda.

19.Frá 374. fundi umhverfisráðs þann 8.8.2022; Ósk um breytingu á deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli

Málsnúmer 202208015Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Ósk um breytingu á Deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Fyrirhuguð breyting fellst í hækkun á mænishæð um 0,4 metra. Umhverfisráð telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem ekki er sótt um stækkun byggingarreits eða aukið byggingarmagn og verði vísað til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Friðjón Árni Sigurvinsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Ég tel að setja ætti skilmála um að byggingin falli að landslaginu og sé ekki lýti á fólkvangi." Samþykkt með 4 atkvæðum. Friðjón situr hjá. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

20.Frá 374. fundi umhverfisráðs þann 8.8.2022; Heimreið að Selá

Málsnúmer 202207014Vakta málsnúmer

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni Vegagerðarinnar um að vegurinn heim að Selá verði tekinn inn á vegaskrá sem héraðsvegur. Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að vegurinn verði tekinn inn á vegaskrá. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við að vegurinn heim að Selá verði tekinn inn á vegaskrá sem héraðsvegur.

21.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi - málsnr. 2022-029724. Umf. Atli - réttardansleikur á Höfða

Málsnúmer 202208052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 11. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi vegna réttardangsleiks Ungmennafélagsins Atla í samkomuhúsinu Höfða 11. september nk.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangrein leyfi sé veitt með fyrirvara um umsagnir slökkviliðs og heilbrigðiseftirlitsins.

22.Frá Sýslumanninum á Suðurlandi; Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Málsnúmer 202207056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett þann 18. júlí sl. þar sem óskað er umsagnar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað. Umsóknin er frá Bruggsmiðjunni Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22. Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni þarf að koma fram hvort þau skilyrði sem talin eru upp í erindinu séu uppfyllt.

Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var ofangreint erindi tekið fyrir og eftirfarandi bókað:
"Tekin er fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfisumsóknar Bruggsmiðjunnar Kalda ehf. til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22, Árskógssandi. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum gerir umhverfisráð ekki athugasemdir við að Bruggsmiðjan Kaldi fái leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað að Öldugötu 22, enda sé starfsemin í samræmi við skipulagsskilmála. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Á 17. afgreiðslufundi byggingafulltrúa, þann 20. júlí sl., var ofangreint erindi tekið fyrir og eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi dagsett 18. júlí 2022. Óskað er umsagnar byggingafulltrúa vegna umsóknar Bruggsmiðjunnar Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22 á Árskógssandi. Byggingafulltrúi veitir jákvæða umsögn. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn slökkviliðsstjóra, dagsett þann 25. júlí 2022, sem gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, dagsett þan 3. ágúst sl., þar sem fram kemur að HNE gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt.

Einnig fylgir með fundarboði drög að svarbréfi til Sýslumannsins á Suðurlandi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita jákvæða umsögn um útgáfu leyfisins og metur að skilyrði sem talin eru upp séu uppfyllt í samræmi við þær umsagnir sem liggja fyrir.

23.Frá 272. fundi fræðsluráðs þann 10.8.2022; Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Á 272. fundi fræðsluráðs þann 10. ágúst 2022 var eftirfarandi bókað:
Tekin fyrir bókun Byggðaráðs dags. 14. júlí. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að fara yfir fyrirkomulag skólaþjónustu og hvort að núverandi samningur uppfylli fyrirliggjandi þarfir og þær væntingar sem gerðar voru. Einnig tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 07. júlí 2022. Fræðsluráð leggur til að tillaga frá sviðsstjóra verði samþykkt. Um að framlengja samning um eitt ár. Sviðsstjóra er falið að ræða við Háskólann á Akureyri um endurskoðun á uppsagnarákvæði í samningi og miða við upphaf nýs skólaárs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samningur við Háskólann á Akureyri verði framlengdur um núverandi skólaár og sviðsstjóra verði falið að ræða við Háskólann um uppsagnarákvæði í núgildandi samningi.

24.Frá 272. fundi fræðsluráðs þann 10.8.2022; Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Málsnúmer 202111008Vakta málsnúmer

Á 272. fundi fræðsluráðs þann 10. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram til kynningar ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál til Sambands íslenskra sveitarfélaga.Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að standa fyrir málþingi samkvæmt ályktun Árborgar. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir afgreiðslu og ofangreinda áskorun fræðsluráðs.

25.Frá 272. fundi fræðsluráðs þann 10.8.2022; Skólanámsskrár skólanna 2022 - 2023

Málsnúmer 202208007Vakta málsnúmer

Á 272. fundi fræðsluráðs þann 10. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarsson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fóru yfir helstu áherslur í skólanámskrá skólanna. Fræðsluráð samþykkir skólanámsskrár skólanna með fimm atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar. "
Lagt fram til kynningar.

26.Umsókn um lóð - Gunnarsbraut 8 - breyting vegna umsækjanda vs. lóðarhafa.

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Á 989. fundi byggðaráðs þann 24. júní var eftirfarandi bókað:
Á 356. fundi umhverfisráðs þann 21. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi dagsettu 18. júní 2021 óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir lóðinni við Gunnarsbraut 8. Umhverfisráð samþykkir að úthluta GS frakt ehf. lóðinni að Gunnarsbraut 8. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Gunnarsbraut 8."

Á 338. fundi sveitarstjórnar þann 21. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 993. fundi byggðaráðs þann 19. ágúst 2021 var málinu vísað aftur til umfjöllunar í umhverfisráði. Lóðarhafi lóðanna að Gunnarsbraut 8 og 10, GS frakt ehf, sendi síðar inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar dagsetta 2. september 2021. Breytingin felst í sameiningu lóðanna við Gunnarsbraut 8 og 10 í eina lóð. Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að lóðirnar við Gunnarbraut 8 og Gunnarsbraut 10 verði sameinaðar í eina lóð. Jafnframt að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/20210."

Fyrir liggur lóðarleigusamningur um ofangreinda lóð/ir á nafni Sæfraktar ehf. þar sem lóðarhafi Gunnarsbrautar 10 er Sæfrakt ehf. en ekki GS frakt ehf. Um er að ræða lóðina við Gunnarsbraut 10, Dalvík, landnúmer 151502 (merkt Gunnarsbraut 8-10 á lóðarblaði).

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindan lóðarleigusamning.

27.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var til umfjöllunar áfram vinna við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Til umfjöllunar hefur verið samkvæmt tímaramma: Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett. Rætt m.a. um rafrænar kannanir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote). Eftirfarandi gögn hafa verið til umfjöllunar: Staðfestur tímarammi 2023. Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Umræðupunktar til fagráða frá 2022. Fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025. Búnaðarkaup 2022. Viðhald Eignasjóðs 2022 ásamt tillögum næstu ára. Fyrstu drög að fjárhagsramma vegna 2022. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi þverkeyrsla á alla bókhaldslykla í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2022 og þjóðhagsspá að sumri sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir á fundinum. Sviðsstjóri upplýsti einnig að búið er að senda út þarfagreiningu til stjórnenda vegna vinnu við launaáætlun 2023. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsinga gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022; Forsendur með fjárhagsáætlun 2022. Yfirlit yfir íbúaþróun Áhættugreining.Lagt fram til kynningar."

Á fundinum var farið yfir tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Lagt fram til kynningar.

28.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 16. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

29.Frá BHS ehf.; Aðalfundur 2022

Málsnúmer 202208064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð frá BHS ehf., dagsett þan 15. ágúst sl., þar sem boðað er til fundar þriðjudaginn 30. ágúst nk. kl. 20:00 að Fossbrún 2.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Felix Rafn Felixson sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins.

30.Hlutur Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum ehf.

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1017. fundi byggðaráðs þann 17. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað; "Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir erindi til stjórnar Norðurbaða hf. (áður Tækifæri hf.) þar sem gert er grein fyrir áhuga sveitarfélagsins á sölu á sínum eignarhluta og þá hvort áhugi sé fyrir hjá stjórn félagsins á kaupum. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar rafpóstur frá Norðurböðum ehf. (áður Tækifæri ehf.) þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða ehf. tók mjög jákvætt í erindið og mun stjórn fá ráðgjafa stjórnar til að vinna málið áfram og hafa samband við Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Norðurböðum hf., rafpóstur dagsettur þann 14. febrúar 2022, þar sem fram kemur staðfesting á því að það er gagnkvæmur áhugi hjá félaginu að kaupa hlut Dalvíkurbyggðar. Dalvíkurbyggð á að nafnvirði kr. 6.897.040 í félaginu eða 0,92%. Norðurböð hf. eru tilbúin að leggja fram kauptilboð í alla hluti Dalvíkurbyggðar og er kaupverðið tilgreint í erindinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óska eftir verði og tímaáætlun frá KPMG í vinnu við óháð mat á verðmæti eignarhluta sveitarfélagsins í Norðurböðum ehf. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi beiðni til KPMG í samræmi við ofangreint þann 21. febrúar sl. Sviðsstjóri gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er. Lagt fram til kynningar." Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu mála.Byggðaráð metur að ekki liggja fyrir enn upplýsingar til að taka afstöðu til málsins að svo stöddu. Lagt fram til kynningar."


Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið kynnti þær upplýsingar sem hún hefur aflað frá KPMG samkvæmt símtali þann 16. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

31.Ársreikningur Menningarfélagsins Bergs ses, 2021

Málsnúmer 202208035Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til kynningar ársreikningur Menningarfélagsins Bergs ses fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

32.Trúnaðarmál

33.Endurskoðun á erindisbréfi vegna eineltisteymis Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201802073Vakta málsnúmer

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um endurskoðun á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar. Megin breytingin felst í því að ef upp koma mál sem falla undir stefnu Dalvíkurbyggðar og viðbragðsáætlun um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi þá sé leitað til ráðgjafafyrirtækis og málið sett þannig í ferli. Hlutverk Eineltisteymis Dalvikurbyggðar verði því fyrst og fremt í formi forvarna og fræðslu fyrir starfsmenn og kjörna fulltrúa.
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Attentus í ráðgjöf til Dalvíkurbyggðar vegna viðkvæmra mála sem upp geta komið, til dæmis vegna eineltis, áreitis eða ofbeldis.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Attentus á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

34.Fræðsluráð - 272, frá 10. ágúst sl.

Málsnúmer 2208001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

35.Umhverfisráð 2022 - 374, frá 08.08.2022.

Málsnúmer 2207008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Rætt var um lið 13 á dagskrá.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs