Klassík í Bergi 2017. Laugardagur 1. apríl

Klassík í Bergi 2017. Laugardagur 1. apríl

Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari kemur fram í tónleikaröðinni Klassík í Bergi þann 1. apríl kl. 15:00

Jón Þorsteinn er fæddur í Skagafirði, en stundar nú nám við Konunglega danska Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn, þar sem hann lýkur meistaragráðu í lok árs. Jón hefur víða komið fram á tónleikum, sem einleikari eða 1/3 af íslenska harmonikutríóinu ÍTRÍÓ, sem vann til verðlauna í tónlistarkeppni á Ítalíu síðastliðið haust.

 

Efnisskráin er fjölbreytt, og samanstendur meðal annars af verkum eftir Mussorgsky og J.S Bach, auk þess sem þjóðleg tónlist ýmissa landa kemur við sögu.

 

Miðar seldir við innganginn.

Verð 3.000.- Frítt fyrir 18 ára og yngri.

Upplýsingar í síma 823-8616 og á facebook Menningarhúsið Berg