Velferðasjóður barna og ungmenna í Dalvíkurbyggð er nú opinn fyrir frjálsum framlögum einstaklinga eða stofnana. Áhugasamir eru beðnir að setja sig í samband við Hildi Ösp Gylfadóttur, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, eða Árna Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Einnig er hægt að leggja beint inná reikning 1177-15-200686 með skýringunni Styrkur í velferðarsjóð.
Velferðarsjóður barna og ungmenna í Dalvíkurbyggð er sjóður sem stofnaður er af íþrótta- og æskulýðsráði Dalvíkurbyggðar. Markmið sjóðsins er að styðja börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára, með lögheimili í Dalvíkurbyggð, sem vegna tímabundinna aðstæðna hafa takmarkaðan aðgang að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki fleiri en eina íþrótt hjá hverju barni.
Dæmi um útjögld sem eru mögulega styrkhæf:
- Styrkur til þátttöku í íþróttastarfi með fjárhagslegum stuðningi við æfingargjöld
- Styrkur til þátttöku í keppnis- og æfingaferðum á vegum íþróttafélaga eða félagsmiðstöðvar
- Styrkur til búnaðarkaupa
Tekið er við umsóknum á skrifstofu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Velferðasjóður barna