Sjávarútvegsráðuneytið hefur með auglýsingu frá 21. desember 2005, staðfest eftirfarandi reglur um úthlutun Dalvíkurbyggðar á kvóta til stuðnings sjávarbyggðum.
1. Allur sá kvóti sem úthlutað er skal landað í Dalvíkurbyggð. Einungis verður úthlutað til báta sem skráðir eru í sveitarfélaginu 1. september 2005 og hafa gilt veiðileyfi
2. Dalvíkurbyggð mun auglýsa eftir umsóknum. Umsóknir um byggðakvóta þurfa að berast bæjarstjóra fyrir 20. janúar 2006.
3. Úthlutun aflaheimilda til einstaka byggðalaga á einstaka útgerð skal skipta samkvæmt eftirfarandi: 30% skiptist jafnt og 70% hlutfallslega miðað við kvótaeign 1. september 2005. Hámarksúthlutun verður þó aldrei meiri en 100% af upprunalegri kvótastöðu og aldrei meiri en 12 þorskígildistonn til þeirra sem sækja um samkvæmt 1. og 2. grein.
4. Kvóti sem úthlutað er til stuðnings sjávarbyggðum sbr. reglugerð nr. 596, 8. ágúst 2003 er ekki framseljanlegur. Ef sýnt þykir að úthlutuðum kvóta verði ekki ráðstafað samkvæmt reglum þessum skal útgerðaraðili afsala sér þeim aflaheimildum sem honum var úthlutað á grundvelli þessara reglna. Komi til endurúthlutunar skal skipta endurúthlutuðum aflaheimildum samkv. ákvæðum 3. greinar milli þeirra útgerða sem uppfylla ákvæði 1. gr. og sent hafa inn gilda umsókn um byggðakvóta.
- Útgerðaraðilum sem úthlutað er kvóta er heimilt að skipta á jöfnu á markaðsvirði á úthlutuðum tegundum, án þess að það teljist til framsals á úthlutuðum kvóta.
Umsóknir skulu berast á þar til gerðu eyðublaði sem hægt er að nálgast í þjónustuveri Bæjarskrifstofunnar á 1. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvik.is. Einnig er hægt að smella hér.
Nánari upplýsingar veitir Upplýsingafulltrúi í síma 460 4900, margretv@dalvik.is.
Umsóknarfrestur er til 20.janúar 2006.
Upplýsingafulltrúi