Sumarblíða

Sumarblíða

Síðustu daga hefur verið sannkölluð sumarblíða í Dalvíkurbyggð og hitinn verið í kringum 15 gráðurnar. Snjór er nú að mestu að hverfa af láglendi þó enn sé nokkur snjór til fjalla. Sumarsólin ber með sér nýja tíma og önnur verkefni. Í blíðunni fyrir helgina voru þessar myndir teknar á Sandinum sem heimamenn kalla svo. Sandurinn er sandfjara rétt við Dalvík sem skartar svörtum sandi. Þetta er vinsæll viðkomustaður heimamanna, bæði fyrir þá sem vilja ganga sér til hressingar og þá sem langar til að byggja sér sandkastala. Þá er einnig stundað sjósund af Sandinum.