Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða til sín starfsmann í 50% starfshlutfall á Félagsþjónustusviði sveitarfélagsins.
Starfssvið:
• Umsjón með og vinnsla fjölbreyttra verkefna á sviði málefna fatlaðra
• Vinna í barnaverndarmálum
• Umsjón með og vinnsla verkefna á sviði málefna aldraðra
• Svörun á erindum og frágangur mála í skjala- og málakerfi sveitarfélagsins.
• Kemur að gerð starfs- og fjárhagsáætlana fyrir þau verkefni sem starfsmaður vinnur að.
• Ýmis verkefni á sviði félagsþjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur í ofangreind störf:
• Menntun á sviði félagsráðgjafar, fötlunar eða sambærileg menntun æskileg.
• Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
• Góð tölvukunnátta
• Gott vald á íslensku í máli og riti.
• Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð.
• Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
• Frumkvæði og sjálfstæði.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag og samkvæmt starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar. Í samræmi við mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir félagsmálastjóri, Eyrún Rafnsdóttir í síma 460-4910 eða eyrun@dalvik.is .
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið eyrun@dalvik.is og verður móttaka umsókna staðfest.
Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2009.