Fullveldisdaginn 1. des. sl. var undirrtitaður samningur um sameiningu tveggja björgunarsveita í Dalvikurbyggð. Björgunarsveitin Dalvík og Björgunarsveit Árskógsstrandar sameinuðu krafta sína svo úr verður stærri og öflugri sveit. Hin nýja sveit sem mun starfa undir merkjum Björgunarsveitar Dalvíkur, er mjög vel búin tækjum, búnaði, með ölfugan mannskap og gott unglingastarf.
Við sama tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli Björgunarsveitarinnar og sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Samningurinn er afar jákvæður fyrir báða aðila, sveitarfélagið styður fjárhagslega við bakið á sveitinni og sveitin vinnur að ýmsum verkum og verkefnum fyrir sveitarfélagið. Mikil ánægja ríkir með stuðning sveitarfélagsins í garð Björgunarsveitarinnar
Bjartsýni og ánægja ríkti meðal fjölmargra gesta sem voru viðstaddir atburðina og nutu síðan ríkulegra veitinga að hætti kvennadeildarinnar á Dalvík.