Þriðjudagskvöldið 11. september kl. 20:30 verður opinn fundur um fjarskiptasamband fyrir íbúa á Árskógsandi, Hauganesi og næsta nágrenni í Árskógi. Á fundinn munu mæta Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri, Bjarni Valdimarsson, formaður umhverfisráðs og Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengis hf. Þessa dagana er Tengir hf. að leggja ljósleiðara frá Akureyri til Dalvíkur. Samhliða því verður settur upp ADSL búnaður á móti símstöð sem þjóna Árskógsandi Hauganesi og nágrenni í boði verður ADSL þjónusta. Dreifibréf mun berast á næstu dögum með pósti til íbúa með nánari upplýsingum. Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Björnsson í síma 892-3892.