Nýji Sæfari kom í höfn á Dalvík síðastliðinn laugardag. Áætlað er að hann fari sína fystu áætlunarferð föstudaginn 11. apríl. Þann sama dag er ætlunin að komu hans verði fagnað í fyrstu ferð hans til Grímseyjar. Sæfari hinn nýji leysir af skip sem verið hefur á undanþágu síðustu ár. Sá var aðeins með eina vél og eina skrúfu en í reglugerðum segir að farþegaskip þurfi að vera með tvær vélar og tvær skrúfur. Gerð verður sérstök bryggja fyrir hinn nýja Sæfara í höfninni á Dalvík og mun verkið verða boðið út fljótlega. Beðið var með útboð þar til hið nýja skip yrði tilbúið en bryggjan á að vera sérsniðin að þörfum skipsins og farms þess.
Hér gefur að líta Sæfara í höfn á Dalvík
Hér er á svo fyrirhuguð bryggja að vera.