Líf og fjör um helgina

Það verður heilmikið um að vera í Dalvíkurbyggð núna fram yfir helgina.

Í dag, fimmtudaginn 10. desember verður Aðventurölt milli kl. 20:00-22:00: Stjarnan glermunir á 5 ára afmæli þennan dag og því verður ýmislegt um að vera. Friðrik V. verður á staðnum og býður gestum og gangandi upp á eitthvað gott í gogginn. Auk þess verða góð tilboð á vörum í búðinni þetta kvöld og svo áfram frameftir desember. Kaffihúsið í Bergi menningarhúsi verður opið og þar verður létt og skemmtileg stemmning. Ílit verður með skemmtileg tilboð í gangi. Blómaval og Húsasmiðjan verða með opið, tilboð og ýmislegt í gangi.
Tónleikar í Dalvíkurkirkju kl. 20:30 en þar munu Kaldo og Margot Kiis spila lög með jólastemmningu. Aðgangseyrir 1.000 kr. og ekki er tekið við greiðslukortum.

Föstudaginn 11. desember verður Jólabröns í Kaffihúsinu í Bergi frá kl. 12:00-14:00.

Laugardaginn 12. desember verður heilmikið um að vera.
Samkór Svarfdæla: Jólatónleikar með Samkór Svarfdæla í Dalvíkurkirkju kl. 16:00. Á efnisskránni verða íslensk jólalög ásamt Missa Brevis eftir Hayden.
Gallerí Máni er með opið milli kl. 14:00-21:00. Heitt á könnunni og jólaglögg í boði. Einnig verður opið föstudaga og laugardaga í desember milli kl. 14:00-19:00. Utan opnunartíma er hægt að hringja í síma 869 8702.
Við höfnina: Trúbadorinn Einar Höllu
Byggðasafnið Hvoll: Opið frá kl. 14:00-17:00.
Berg menningarhús: Jólamarkaður frá kl. 13:00-16:00, handverk og gjafavara eftir heimafólk. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kl. 13:00, 14:00 og 15:00 en það eru nemendur Helga, Pál og Ave sem spila. Jólasýningin verður opin og kaffihúsið er opið frá kl.11:00-16:00.
Aðventukvöld í Dalvíkurkirkju kl. 20:00. Mikill söngur, tónlistaratriði, helgileikur. Ræðumaður kvöldsins: Felix Jósafatsson.


Sunnudaginn 13. desember ætla svo jólasveinanir að koma og heilsa upp á gesti og gangandi. Þeir byrja á því að syngja á svölum Kaupfélagshússins kl. 15:00 og heilsa síðan upp á börnin og færa þeim jafnvel eitthvert góðgæti. 

Þriðjudaginn 15. desember leggja jólasveinarnir svo leið sína inn á Árskógssand og verða við verslunina Konný kl. 15:00