Grasaganga

Grasaganga

Enn einn dagur gönguvikunnar rann upp í blíðskaparveðri, hitastigið um 20 gráður og rjómalogn. Haldið var í grasagöngu frá Klængshóli þar sem rætt var um lækninga- og kryddjurtir, hvaða hluta plöntunnar skal nýta og hvernig þurrka á og geyma. Gangan sem tók um 2 tíma var rólegheita rölt um holt og móa þar sem rýnt var í gróðurinn, spurt og spjallað.


Leiðin sem gengin var er mjög tegundarík og því tilvalin fyrir göngu af þessu tagi.


Þátttakendur voru 40 auk leiðsögumanns og þar af 3 börn sem sum hver nutu þess að tína fallegan blómvönd handa mömmu.