LJÓSMYNDASAMKEPPNI:
Vakin er athygli á ljósmyndasamkeppninni "Fugl fyrir milljón", sem Brimnes hótel í Ólafsfirði stendur fyrir. Efnt er til samkeppninnar í fyrsta sinn nú í ár, en hún verður endurtekin á næsta ári.
Kallað er eftir ljósmynd af lifandi fugli, sem tekin er á Tröllaskaganum, í Hrísey, Grímsey, Drangey eða Málmey á tímabilinu 15. apríl 2010 til 31. ágúst 2010. Hver þátttakandi getur sent inn þrjár myndir í keppnina. Skilafrestur rennur út 5. September 2010. Auk ýmissa veglegra verðlauna, verður besta myndin verðlaunuð með 1.000.000 króna í reiðufé.
Gisti og/eða matargestir á Brimnes hóteli í Ólafsfirði í Fjallabyggð geta skráð sig til þátttöku í ljósmyndasamkeppninni um bestu fuglamyndina.
Allar nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: http://fuglfyrirmilljon.com