Undanfarið hefur vaskur hópur iðnaðarmanna unnið að breytingum á bæjarskrifstofunni og sameign Ráðhússins. Syðri salurinn á þriðju hæð hússins, sem er í sameign allra fyrirtækja og stofnana í húsinu, hefur nú tekið við hlutverki kaffistofu/matsals allra aðila. Salurinn var málaður og skipt um gólfefni auk þess sem eldhúsinnrétting var flutt á milli hæða. Fyrrverandi kaffistofu starfsmanna bæjarskrifstofunnar á annarri hæð er búið að skipta upp og verða þar til tvær nýjar skrifstofur. Við þetta þá segir Dalvíkurbyggð upp leigu tveggja skrifstofa af Einingu-Iðju og verður algjörlega í eigin húsnæði.
Opnað verður á milli skrifstofuganga umhverfis- og tæknisviðs og félagsmála- og fræðslusviðs þannig að aðeins einn inngangur verður að öllum skrifstofum Dalvíkurbyggðar á annarri hæð Ráðhússins.
Framkvæmdir eru enn í gangi, en vonast er til þess að verkinu ljúki í byrjun mars.
Þeir verktakar sem koma að framkvæmdunum eru; Daltré ehf., Kvistur trésmiðja ehf., Flæðipípulagnir ehf., Hýbílamálun málningarþjónusta ehf., Elektro Co. ehf. og Júlíus Viðarsson múrari.