Næstkomandi laugardag, 5. mars, er komið að næsta lið í dagskrá Ferðafélags Svarfdæla (FS). Þá mun Kristján Hjartarson að leiða okkur um Hamarinn og Friðland Svarfdæla í tiltölulega léttri nokkurra klukkustunda gönguferð. Upphaflega var ætlunin að fara þessa ferð á gönguskíðum en sökum dapra snjóalaga er líklega vænlegra að vera lausfóta.
Lagt verður upp frá gömlu malarnámunum norðan við Skáldalæk kl 11:00 og gengið með stefnu á hitaveitutankana við Hamar og þaðan uppá Hamarinn. Þaðan er fagurt útsýni yfir Svarfaðardal og ekki síður yfir Dalvík og út Eyjafjörð. Síðan haldið niður á bakka Svarfaðardalsár og hringnum lokað við Skáldalæk.
Ferðafélag Svarfdæla