Grunnskóli Dalvíkurbyggðar
Í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar eru rúmlega 300 nemendur og er skólinn með tvær starfsstöðvar. Nýlega var samþykkt skólastefna fyrir grunnskóla sveitarfélagsins og er það bæjarfélaginu metnaðarmál að bjóða upp á góðan vinnustað bæði fyrir nemendur og starfsmenn. Lögð er áhersla á metnaðarfullt skólastarf sem skilar vel menntuðum og ánægðum einstaklingum út í samfélagið.
Deildarstjórar
Frá næsta skólaári verður tekið upp nýtt skipurit fyrir skólann og eru eftirtaldar deildarstjórastöður því lausar til umsóknar
- Deildarstjórastaða í 1. - 6. bekk.
- Deildarstjórastaða í 7. - 10. bekk.
- Deildarstjórastaða í sér - og nýbúakennslu.
Meðal þeirra eiginleika sem við leitum að er að viðkomandi sé kraftmikill og jákvæður, tilbúninn að leita nýrra leiða í skólastarfi, hafi framúrskarandi hæfni í samskiptum, þörf fyrir að ná árangri og mikla skipulagshæfni.
Kennarar
- Tungumálakennara á mið - og elsta stig.
- Handmennt -og heimilisfræðikennara í hlutastörf á yngsta - og miðstigi.
Leitað er eftir umsækjandum með kennsluréttindi á grunnskólastigi
Námsráðgjafi
Skilyrði er að umsækjandi hafi menntun í náms og starfsráðgjöf.
Upplýsingar veitir Gísli Bjarnason í síma 460-4983/863-1329 en umsóknir/ferilskrár skulu sendar á netfangið gisli@dalvikurskoli.is og verður móttaka umsókna staðfest.
Heimasíða: http://www.dalvikurskoli.is/. og http://arskogarskoli.dalvik.is/
Umsóknarfrestur til 27. apríl 2008.
Leikskólar Dalvíkurbyggðar
Spennandi tímar eru framundan en í bígerð er gerð skólastefnu fyrir leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarfélagið leggur áherslu á að bjóða upp á góðan aðbúnað fyrir starfsfólk og nemendur.
Krílakot
Leikskólinn Krílakot er 3ja deilda og staðsettur á Dalvík. Laust er til umsóknar starf:
- Deildarstjóra
- Leikskólakennara
Kröfurnar eru að viðkomandi hafi leikskólakennarmenntun og sé góður í mannlegum samskiptum. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af vinnu innan leikskóla,
Upplýsingar veitir leikskólastjóri Dagbjört Ásgeirsdóttir í síma 466-1372 en umsóknir/ferilskrár skulu sendar á netfangið krilakot@dalvik.is og verður móttaka umsókna staðfest.
Heimasíða: http://www.dalvik.is/krilakot
Umsóknarfrestur til 27. apríl 2008.
Leikbær
Leikskólinn Leikbær er 1 deild og staðsettur á Árskógsströnd. Laust er til umsóknar starf:
Kröfurnar eru að viðkomandi hafi leikskólakennarmenntun og sé góður í mannlegum samskiptum. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af vinnu innan leikskóla, einnig að viðkomandi sé opinn fyrir fjölmenningarlegri kennslu og þáttöku í mótun grænfána leikskóla.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri Gitta Ármannsdóttir í síma 466-1971 en umsóknir/ferilskrár skulu sendar á netfangið leikbaer@dalvik.is og verður móttaka umsókna staðfest.
Heimasíða: http://leikbaer.dalvik.is
Umsóknarfrestur til 27. apríl 2008.
Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar
Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar óskar eftir kennara í 50% starf sem getur a.m.k. kennt á eftirtalin hljóðfæri: rafmagnsgítar, rafmagnsbassa og trommur. Áhugasamir snúi sér til Kaldo Kiis skólastjóra í síma 460 4990 umsóknir/ferilskrár skulu sendar á netfangið kaldo@dalvik.is
http://www.dalvik.is/stofnanir/skolar/tonlistarskoli/
Umsóknarfrestur til 27. apríl 2008.
Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar
Félagsþjónustan óskar eftir að ráða starfsmann til sumarafleysinga við heimilisþjónustu.
Starf heimilisþjónustu felst í að að aðstoða ellilífeyrisþega og öryrkja við heimilishald og persónulega aðhlynningu sem notandi þjónustunnar getur ekki sinnt sjálfur svo og félagslegan stuðning.
Vinnutími er að jafnaði frá 8-17 mánudaga til föstudaga.
Um er að ræða spennandi starf sem reynir á hlýlegt viðmót starfsmanns, umhyggju fyrir þeim einstaklingum er starfsmenn sinna, ábyrgð og frumkvæði.
Laun greiðast samkvæmt launakjörum Kjalar.
Frekari upplýsingar veitir , starfsmaður félagsþjónstu Dalvíkurbyggðar Arnheiður Hallgrímsdóttir í síma 460-4910 en umsóknir/ferilskrár skulu sendar á netfangið heida@dalvik.is og verður móttaka umsókna staðfest.
Umsóknarfrestur til 27. apríl 2008.
Bókasafn Dalvíkur
Óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf við sumarafleysingar og skráningavinnu, frá 1. júní eða fyrr ef hægt er.
Safnið verður opið alla virka daga í sumar.
Nánari upplýsingar gefur Rósa Þorgilsdóttir eða Sigurlaug Stefánsdóttir í síma 460-4930.
Umsóknir berist fyrir 20. apríl á Bókasafnið, 620 Dalvík eða á netfangið sig