Dalvíkurbyggð gefur frí frá kl. 12:00 á kvenfrelsisdaginn 19. júní

Ríkisstjórn Íslands hvetur vinnuveitendur, jafnt á almennum markaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til þess að veita starfsmönnum sínum frí 19. júní n.k. eins og kostur er svo þeir geti tekið þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.


Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. maí sl. að loka öllum starfsstöðvum sínum frá og með kl. 12:00 á kvenfrelsisdaginn 19. júní n.k. og veita starfsfólki frí.


Með ákvörðuninni sýnir sveitarstjórn 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna virðingu og hvetur starfsmenn til að taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.
Ákveðnum starfsstöðvum sveitarfélagsins sem hafa bakvaktir á frídögum verður haldið í því formi þrátt fyrir almennt frí.

F.h. Dalvíkurbyggðar
Bjarni Th. Bjarnason
Sveitarstjóri