Bókasafn Náttúrusetursins telur yfir eitt þúsund bókatitla. Mest eru það fræðibækur um náttúrufræði og sögu Íslands en einnig er að finna þar safn tímarita, fjölda uppsláttarrita og raunar flest annað en skáldsögur. Bókasafnið hefur nú allt verið skráð í Gegni - gagnagrunn bókasafnanna - þannig að fræðimönum og almenningi hvar sem er á jarðkringlunni er nú leikur einn að sjá hvaða bækur safnið hefur að geyma. Jafnframt hefur bókunum verið haganlegar fyrir komið og útbúin kjöraðstaða fyrir fæðimenn og aðra sem áhuga hafa til fræðistarfa á Húsabakka. Fræðimannsíbúðin hefur verið upptekin flestar vikur í sumar en þó eru brögð að því að bókaðir gestir hafi afbókað sig á síðustu stundu.