Síðastliðinn laugardag 4. október, úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings. Er þetta þriðja úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Alls bárust ráðinu 28 umsóknir um rúmar 7 milljónir. 19 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar fjórar milljónir króna. Ávörp fluttu Guðný Helgadóttir deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu og Björn Ingimarsson varaformaður menningarráðs. Flutt voru tónlistaratriði af styrkþegum en einnig sýndu styrkþegarnir Hugrún Ívarsdóttir Akureyri og Kristín Sigurðardóttir Mývatnssveit verk sín. Að þessu sinni var áhersla menningarráðsins á verkefni sem tengjast aðventunni, verkefni sem auka þátttöku ungs fólks í menningarstarfi og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað. Auk þess leggur menningarráðið áherslu á samstarf milli aðila, byggðarlaga og listgreina. Hámarksstyrkur í þessari aukaúthlutun var 300.000.- krónur.
Menningarráð Eyþings vonar að styrkir þessir verði menningar- og listalífi á svæðinu hvatning til áframhaldandi góðra verka.
Eftirtalin verkefni hlutu verkefnastyrk Menningarráðs Eyþings
Verkefni |
Umsækjandi |
Stúfur heimsækir Finnland |
Atvinnuþr.fél Þingeyinga |
Menning úr heimabyggð |
Glitský/ Ásdís Arnardóttir |
Allt í þróun: Allt um jól árið 2008 |
Myriam Dalstein |
Fyrsta þjóðlega ljóðahátíð Nýhils |
Litl ljóðahátíðin /Hjálmar Brynjólfsson |
Motzart og Mendelsohn í Davíðshúsi |
Glitský/ Ásdís Arnardóttir |
Íslensku jólasveinarnir handverkssýning í Austurríki og Mývatnssveit |
Kristín Sigurðardóttir |
Árbók Þingeyinga 50 ára |
Menningarmiðstöð Þingeyinga |
Jólin í þá daga, en hvernig núna? |
Félagsmiðstöðin Pleizið - nemendafélag |
Skapandi aðventuverkefni |
Akureyrarstofa |
Mývatnssveit, töfraland jólanna |
Til baka
|