Ársreikningur 2012 - Niðurstöður staðfesta trausta stöðu sveitarfélagsins

Ársreikningur Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2012 liggur nú fyrir og verður tekinn til fyrri umræðu í sveitarstjórn næstkomandi þriðjudag.

Rekstrarniðurstaða
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um tæpl. 43 millj.kr. á árinu 2012 og rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs var jákvæð um tæpl. 14 millj.kr.
Rekstrartekjur á árinu 2012 námu 1.620.875 millj.kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta. Rekstrartekjur A hluta námu 1.304.639 millj.kr.

A og B hluti skiluðu samtals 210 millj.kr. í veltufé frá rekstri. Veltufjárhlutfall var 1,05.

B hluta fyrirtæki
Félagslegar íbúðir voru með jákvæða niðurstöðu um tæpar 22 m kr. Hafnasjóður skilar ríflega 23 m kr. afgangi, Hitaveita Dalvíkur skilar afgangi uppá tæpl. 23 m kr. Vatnsveita skilar tæpri milljón, en fráveita er með halla uppá ríflega 6 m kr.

Fjárfesting og skuldir
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum varð um 155.561 millj. kr. Það voru einkum framkvæmdir við skólahúsnæði, Dalvíkurhöfn og veitur. Engin lán voru tekin á árinu en eldri lán greidd niður um 182.007 millj. kr. Sveitarfélagið seldi sjö íbúðir á árinu sem hefur sín áhrif á uppgreiðslu lána.

Eigið fé sveitarfélagsins, A og B hluta, í árslok 2012 nam 2.026.473 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlutfall var 56,3%.

Skuldahlutfall Dalvíkurbyggðar, A og B hluta, er tæplega 87% en samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum á það að vera undir 150%.

Laun og starfsmenn
Laun og launatengd gjöld á árinu 2012 námu alls 50,7% af heildartekjum á móti 49,1% á árinu 2011, en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 122 stöðugildum í A hluta sem er fjölgun um 11 frá árinu 2011 og munar þar mest um skammtímavistun fyrir fötluð börn sem tók til starfa á árinu. Alls voru stöðugildi hjá sveitarfélaginu, A og B hluta, 129 .


Frekari upplýsingar gefur Svanfríður Jónasdóttir, sveitarstjóri, í síma 460 4902 eða 862 1460