Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar eru þessar:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 1.246 millj. króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.200,7 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 1.075,5 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.032,7 millj. króna.
Samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var rekstrarafgangur að fjárhæð um 205,1 millj. króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 140,2 millj. króna. Afkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 64,9 millj. króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta var rekstrarafgangur að fjárhæð 215,7 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrarafgangi upp á um 136 millj. króna. Afkoman varð því betri sem nemur 79,7 millj. króna.
Veltufé frá rekstri var 339,6 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,22.
Heildareignir sveitarsjóðs námu um 1.572 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 2.492 millj. króna í árslok 2007. Heildarskuldir sveitarsjóðs námu um 893,3 millj. króna og skuldir og skuldbindingar í samanteknum ársreikningi um 1.421,9 millj. króna.
Fjárfestingar ársins numu samtals 354,7 millj. króna árið 2007. Stærstu fjárfestingar ársins voru tengdar stækkun leikskóla, hitaveitu og vatnsveitu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2007 til síðari umræðu í bæjarstjórn.