Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children, vilja á þessum degi vekja athygli á alþjóðlega deginum gegn ofbeldi, sem er 20. október.
Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu. Börn verða fyrir margvíslegu ofbeldi á heimilum sínum, s.s. í skólanum og á götum úti. Ofbeldi á börnum er jafnvel réttlætt af yfirvöldum, sem tæki til ögunar og uppeldis. Líklamlegar refsingar heyra vonandi brátt sögunni til, en til þess þarf samstillt átak, vitundarvakningu og ekki síst skýr ákvæði í lögum.
Barnaheill-Save the children á Íslandi boða til málþings í hátíðarsal Háskóla Íslands 20. okt frá 13:30-16:00. Á málþinginu mun verða fjallað um aðstæður barna á Íslandi, birtingarmyndir ofbeldis og hvaða leiðir eru færar til að sporna við því.