Fjöldi manna hefur lagt leið sína á sýninguna Friðland Fuglanna á Náttúrusetrinu á Húsabakka í júlí. Sýningin verður opin alla daga frá 12-18 fram eftir ágústmánuði. Eins og sagt hefur verið frá hafa aðstandendur sýningarinnar auglýst eftir 280 eggjabikurum en það svara ársframleiðslu góðrar íslenskrar landnámshænu. Enn vantar nokkuð upp á þann fjölda og eru menn og konur hvött til að skyggnast nú djúpt inn í eldhús- og búrskápa sína til að gá sjá hvort ekki leynist þar gamall ónotaður eggjabikar. Þeir sem koma á sýninguna með eggjabikar fá 100 kr afslátt í fiskidagsvikunni. Eingöngu er þó sóst eftir stökum eggjabikurum.