Tónar eiga töframál

Tónar eiga töframál

Samstarfsverkefni Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og leikskólanna

Kátakots, Leikbæjar og Krílakot

Myndbönd úr starfinu

Haustið 2009 hóf Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar samstarfsverkefni með Krílakoti, Kátakoti og Leikbæ. Verkefnið felst í því að þremur elstu leikskólaárgöngunum er boðið upp á forskólakennslu í tónlist. Þuríður Sigurðardóttir leikskólakennari, Þura, var ráðin til að fara einu sinni í viku í alla leikskólana, syngja með börnunum, þjálfa þau í rytma og öðrum undirstöðuþáttum frekari tónlistarnáms.


Styrkir:
Menningar- og viðurkenningasjóður menningarráðs Dalvíkurbyggðar styrkti verkefnið um kr. 250 þús. vorið 2009.
Menningar- og viðurkenningasjóður menningarráðs Dalvíkurbyggðar styrkti áframhaldandi vinnu við verkefnið um kr.350 þús. veturinn 2009-2010.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitti verkefninu styrk úr Sprotasjóði, í desember 2009, um kr. 1 milljón.