Þróunarverkefni

Þróunarverkefni og samstarfsverkefni

Söguskjóður 2013-2014

SöguskjóðurÁrið 2013 fór af stað verkefnið Söguskjóður í leikskólunum Krílakoti og Kátakoti á Dalvík og yngsta stigi Dalvíkurskóla. Verkefnið var unnið í sex og átta vikna lotum með það að markmiði að efla tengsl foreldra við skólann, láta þá finna að þeir séu velkomnir í skólann og hann standi þeim opinn. Lagt var af stað með fjölmenningu að leiðarljósi en tæpur fjórðungur eða um 25 prósent nemenda eru af erlendum uppruna. Þeir sem vilja fræðast nánar um verkefnið er bent á að skoða síðuna okkar um Söguskjóður.

Leikskólalæsi 2009-2012

Haustið 2009 hófst þróunarstarf í læsi í skólum Dalvíkurbyggðar. Í leikskólunum köllum við það leikskólalæsi en í grunnskólunum Byrjendalæsi. Kennarar fengu fræðslu og þjálfun hjá þeim Þóru Rósu Geirsdóttur og Jenný Gunnbjörnsdóttur á vegum skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri. Þeir sem vilja fræðast nánar um verkefnið er bent á að skoða síðuna okkar um leikskólalæsi.

Tónar eiga töframál 2009-2011

Haustið 2009 hófst samstarfsverkefni milli leikskóla Dalvíkurbyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Verkefnið fólst í því að Þuríður Sigurðardóttir (Þura) leikskólakennari fór á milli leikskólaanna og var með tónlistarstundir einu sinni í viku fyrir þrjá elstu leikskólaárgangana, en þessi kennsla er hluti af forskólakennslu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.Þeir sem vilja fræðast nánar um verkefnið er bent á að skoða síðuna okkar Tónar eiga töframál.

Stærðfræði í leik og starfi leikskólans 2006-2008

Töfraheimur stærðfræðinnarHaustið 2006 fór af stað tveggja ára þróunarverkefni í fjórum leikskólum á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Vinnuheiti verkefnisins var Stærðfræðin í leik og starfi leikskólans og var meginmarkmið þess að auka þekkingu og meðvitund leikskólakennara/leiðbeinanda á stærðfræðinni í umhverfi barnanna og vinnu þeirra í því markmiði að efla og þroska rökhugsun. Verkefnið var síðan gefið út vorið 2008 undir heitinu Stærðfræðin - leikur og lítil börn.

Comenius

Í febrúar 2009 sótti Krílakot um styrk til menntaáætlunar ESB um að taka þátt í skólasamstarfsverkefni. Umsóknin var samþykkt og fáum við styrk sem nemur 20.000 evrum til ferða og uppihalds. Verkefnið ber heitið With different traditions - together on a holiday og eru þátttökuþjóðirnar auk Íslands 5 talsins; Pólland, Rúmenía, Búlgaría, Tyrkland og England. Verlefnisstjórar voru þær Arna (Skakkaland) og Steinunn (Skýjaborg).

Hér fyrir neðan má sjá heimasíðu verkefnisins:

https://detskavselena.wordpress.com/category/uncategorized/