LAP

Í Krílakoti eru um 28% barna sem tala fleiri en eitt tungumál en í leikskólanum eru alls töluð ellefu tungumál. LAP
LAP er kennsluaðferð sem miðar að því að heimamál allra barna sé hluti af skólastarfinu ásamt því að efla málþroska og tungumálakunnáttu þeirra. Tungumál barnanna eru sýnileg og blandast inn í verkefnavinnu að einhverju leyti í samvinnu við foreldra. Aðferðin er þróuð í Kanada af Roma Chumak-Horbatsch.

Vorið 2015 var hafist handa við að vinna með LAP (Linguistically appropriate practice) í Krílakoti. Upphafið að þeirri vinnu var ferð stjórnenda til Kanada á fjölmenningarráðstefnu þar sem Roma Chumak-Horbatsch, höfundur bókarinnar Linguistically appropriate practice hélt fyrirlestur.

Við heimkomuna var LAP kynnt fyrir starfsfólki sem samþykkti þátttöku í verkefninu og seinna voru foreldrar svo fengir til liðs við okkur.

Öll rými voru merkt á þeim tungumálum sem töluð voru í skólanum ásamt því að stafróf og tölustafir allra tungumála voru hengdir upp. 

 Að þessu loknu gátum við hafist handa við verkefnavinnu með börnum og foreldrum. Verkefnið hlaut styrk úr Sprotasjóði sem var okkur mikill stuðningur og gaman að verkefnið fengi góðan hljómgrunn. Foreldrar hafa verið virkir þátttakendur, komið með myndir, hluti, söngva eða upplýsingar að heiman eða komið í heimsókn og lesið eða sungið með hóp barna sinna. 

  

  

Hér segir Roma Chumak - Horbatsch frá LAP

https://youtu.be/wLod5d9mT98

Hér er að finna upplýsingar um LAP á síðu Ryerson University

http://www.ryerson.ca/mylanguage/index.html

https://www.ryerson.ca/mylanguage/hold_on/