Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202404055

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Erindi dagsett 4. apríl 2024 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem felur í sér skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði sem verður um 0,05 ha að flatarmáli.
Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 4. apríl 2024 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem felur í sér skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði sem verður um 0,05 ha að flatarmáli. Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.