Frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202404052

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 277. fundur - 09.04.2024

Tekið fyrir erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun dags. 25.03.2024 þar sem tilkynnt er að GEV sinni eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Ákveðið hefur verið að stofna til frumkvæðisathugunar á upplýsingagjöf á vefsíðum sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk á grundvelli frumkvæðisskyldu sveitarfélaga. Þessi athugun nær til allra sveitarfélaga landsins og mun gagnaöflun fela í sér yfirferð á upplýsingum á vefsíðum sveitarfélaganna. Sveitarfélögin munu að lokinni athugun fá sendar niðurstöður athugunarinnar.
Lagt fram til kynningar.