Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar kæra Náttúrugriða til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er m.a. sú ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að heimila 37.000 m3 efnistöku í landi Bakka í Svarfaðardal til 5 ára.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, sbr. rafpóstur dagsettur þann 24. maí sl.
Niðurstaðan er að felldar eru úr gildi ákvarðanir Fiskistofu frá 2. og 12. maí 2023 um að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr árfarvegi Svarfaðardalsár vegna 37.000 m3 í landi BAkka og 20.000 m3 í landi Grundar. Felld er jafnframt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar frá 6. júní 2023 um að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Bakka.
Ásgeir Örn vék af fundi kl. 14:19.