Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga.

Málsnúmer 202403065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1100. fundur - 13.03.2024

Tekið fyrir bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga sem inniheldur áskorun vegna yfirlýsingar til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi bókun:

"Sveitarstjórn Dalvíkurbygðar taldi við samþykkt fjárhagsáætlunar að mikilvægt væri að horft væri til samstillts átaks til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Komi til þess þá væri Dalvíkurbyggð tilbúið til að koma að slíku átaki.


Byggðaráð fagnar því gerð kjarasamnings til fjögurra ára á almennum markaði. Með von um að skrifað verði undir sambærilega samninga hjá öðrum aðilum á vinnumarkaði.

Dalvíkurbyggð mun nú hefja endurskoðun gjaldskrárhækkana umfram 3,5% sem snúa að íbúum, börnum og barnafjölskyldum. Flestar gjaldskrár voru hækkaðar um 4,9%.


Dalvíkurbyggð hefur brúað bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í yfir 20 ár. Á  þessu ári er tekið á móti börnum frá 12 mánaða aldri.


Dalvíkurbyggð vinnur nú að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi, á Dalvík ofan Böggvisbrautar, suðurbæ, kringum Dalbæ og Sandskeið. Áður var lokið við deiliskipulag á Hauganesi. Á næstu árum mun því verða stóraukið lóðaframboð. 

Byggðaráð hefur óskað eftir inngöngu í Brák íbúðafélag hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2022 af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum húsnæðissjálfseignastofnunum með fáar íbúðir í rekstri. Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.

Viðræður eru einnig hafnar við leigufélagið Bríeti þar sem einstaklingum og fjölskyldum gefst kostur á að leigja íbúðir til lengri tíma. Bríet kaupir eða byggir íbúðir og hefur umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.


Ríki og sveitarfélög munu útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í sameiningu fyrir lok maí 2024. Dalvíkurbyggð mun kynna sína aðkomu þegar útfærslan liggur fyrir. "

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga sem inniheldur áskorun vegna yfirlýsingar til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn Dalvíkurbygðar taldi við samþykkt fjárhagsáætlunar að mikilvægt væri að horft væri til samstillts átaks til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Komi til þess þá væri Dalvíkurbyggð tilbúið til að koma að slíku átaki. Byggðaráð fagnar því gerð kjarasamnings til fjögurra ára á almennum markaði. Með von um að skrifað verði undir sambærilega samninga hjá öðrum aðilum á vinnumarkaði. Dalvíkurbyggð mun nú hefja endurskoðun gjaldskrárhækkana umfram 3,5% sem snúa að íbúum, börnum og barnafjölskyldum. Flestar gjaldskrár voru hækkaðar um 4,9%. Dalvíkurbyggð hefur brúað bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í yfir 20 ár. Á þessu ári er tekið á móti börnum frá 12 mánaða aldri. Dalvíkurbyggð vinnur nú að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi, á Dalvík ofan Böggvisbrautar, suðurbæ, kringum Dalbæ og Sandskeið. Áður var lokið við deiliskipulag á Hauganesi. Á næstu árum mun því verða stóraukið lóðaframboð. Byggðaráð hefur óskað eftir inngöngu í Brák íbúðafélag hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2022 af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum húsnæðissjálfseignastofnunum með fáar íbúðir í rekstri. Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna. Viðræður eru einnig hafnar við leigufélagið Bríeti þar sem einstaklingum og fjölskyldum gefst kostur á að leigja íbúðir til lengri tíma. Bríet kaupir eða byggir íbúðir og hefur umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna. Ríki og sveitarfélög munu útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í sameiningu fyrir lok maí 2024. Dalvíkurbyggð mun kynna sína aðkomu þegar útfærslan liggur fyrir. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og gerir hana að sinni.