Aðalgata 11 Hauganesi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202403052

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 18. fundur - 13.03.2024

Erindi dagsett 4. mars 2024 þar sem Arnar Már Snorrason sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 11 við Aðalgötu á Hauganesi.
Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit ásamt því að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,1 í 0,2.
Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.
Gunnþór Sveinbjörnsson D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess skv. til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 13 og 15 og Nesvegi 2.
Er afgreiðslan með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands um byggingaráform á lóð Aðalgötu 11.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 4. mars 2024 þar sem Arnar Már Snorrason sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 11 við Aðalgötu á Hauganesi. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit ásamt því að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,1 í 0,2. Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.Niðurstaða:Gunnþór Sveinbjörnsson D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess skv. til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 13 og 15 og Nesvegi 2. Er afgreiðslan með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands um byggingaráform á lóð Aðalgötu 11. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess til samræmis við erindið. Breytingin er óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44 gr. laganna. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt þá tillögu að grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 13 og 15 og Nesvegi 2.
Afgreiðsla sveitarstjórnar er með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands um byggingaráform á lóð Aðalgötu 11.