Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 80 ára afmæli lýðveldisins - Bréf til sveitarstjórna

Málsnúmer 202403004

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1099. fundur - 07.03.2024

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 1. mars 2024, þar sem fram kemur að athygli sveitarstjórna er vakin á því að á árinu fagnar lýðveldið Ísland áttatíu ára afmæli.

Hátíðahöld í tilefni afmælisins munu ná hámarki 17. júní með hefðbundinni dagskrá í sveitarfélögum en að auki verður sérstök hátíðardagskrá á Þingvöllum þar sem landsmenn eru hvattir til að heimsækja þjóðgarðinn og skoða sýninguna Hjarta lands og þjóðar helgina 15.-16. júní.

Í meðfylgjandi bréfi óskar afmælisnefnd, sem forsætiráðherra skipaði í október sl., eftir samstarfi við sveitarfélög í tengslum við hátíðardagskrána með miðlun og hvatningu til þátttöku eins og best hentar á hverjum stað.
a) Byggðaráð vísar til upplýsingafulltrúa að miðla upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins um hátíðardagskrána með hvatningu frá sveitarstjórn um þátttöku.
b) Byggðaráð vísar til menningarráðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka til skoðunar hvort og hvernig vakin verði athygli á afmælinu í dagskrá Dalvíkurbyggðar 17. júní nk.