Frá Miðgarði Akstursíþróttafélagi; Íslandsmeistaramót í Snocross 23. Mars á Dalvík

Málsnúmer 202403002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1099. fundur - 07.03.2024

Undir þessum lið vék Freyr Antonsson af fundi kl. 16:31 vegna vanhæfis og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu.

Tekið fyrir erindi frá Frey Antonssyni, dagsett þann 29. febrúar sl, þar sem sótt er um í nafni Miðgarðs Aktursíþróttafélags, KKA Akstursíþróttafélags og MSÍ Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands um formlegt leyfi til að halda Íslandsmeistrarmót í Snocross á Dalvík 23. mars fyrir norðan fiskvinnsluhús Samherja. Svæðið er á hafnarsvæðinu og er merkt með grænu á meðfylgjandi mynd.Í undirbúningi og meðan á keppni stendur verður snjó safnað á svæðið og úr honum dreift til að mynda keppnishring. Áhorfendasvæði verða sett upp og öryggissvæði skilgreint samkvæmt Snocross reglum MSÍ sem eru meðfylgjandi. Leitað verður samráðs og sótt um leyfi til lóðarhafa á svæðinu.

Sveitarstjóri upplýsti að erindið var á dagskrá veitu- og hafnaráðs sl. miðvikudag til umsagnar en það þurfti að taka málið af dagskrá þar sem 3 kjörnir fulltrúar af 5 mættu á fundinn, einn af þeim var vanhæfur í málinu og því var fundurinn orðinn ólögmætur til að fjalla um og afgreiða málið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umbeðið leyfi sé veitt með því skilyrði að mótshaldarar gangi vel um, gangi frá svæðinu að móti loknu og sæki um öll viðeigandi leyfi.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið vék Freyr Antonsson af fundi kl. 16:31 vegna vanhæfis og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu. Tekið fyrir erindi frá Frey Antonssyni, dagsett þann 29. febrúar sl, þar sem sótt er um í nafni Miðgarðs Aktursíþróttafélags, KKA Akstursíþróttafélags og MSÍ Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands um formlegt leyfi til að halda Íslandsmeistrarmót í Snocross á Dalvík 23. mars fyrir norðan fiskvinnsluhús Samherja. Svæðið er á hafnarsvæðinu og er merkt með grænu á meðfylgjandi mynd.Í undirbúningi og meðan á keppni stendur verður snjó safnað á svæðið og úr honum dreift til að mynda keppnishring. Áhorfendasvæði verða sett upp og öryggissvæði skilgreint samkvæmt Snocross reglum MSÍ sem eru meðfylgjandi. Leitað verður samráðs og sótt um leyfi til lóðarhafa á svæðinu. Sveitarstjóri upplýsti að erindið var á dagskrá veitu- og hafnaráðs sl. miðvikudag til umsagnar en það þurfti að taka málið af dagskrá þar sem 3 kjörnir fulltrúar af 5 mættu á fundinn, einn af þeim var vanhæfur í málinu og því var fundurinn orðinn ólögmætur til að fjalla um og afgreiða málið.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umbeðið leyfi sé veitt með því skilyrði að mótshaldarar gangi vel um, gangi frá svæðinu að móti loknu og sæki um öll viðeigandi leyfi."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínum og vék af fundi kl. 16:50.
1. varaforseti, Lilja Guðnadóttir, tók við fundarstjórn.

Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitastjórn samþykkir samljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir umbeðið leyfi með því skilyrði að mótshaldarar gangi vel um, gangi frá svæðinu að móti loknu og sæki um öll viðeigandi leyfi. Sveitarstjórn fagnar því að þessi viðburður verði í Dalvíkurbyggð.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis.