Eftirlit - rafstöðvar, dælustöðvar og borholur - HV

Málsnúmer 202402152

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 133. fundur - 06.03.2024

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við verktaka vegna eftirlits við raf-, dælustöðvar og borholur við Hitaveitu Dalvíkur. Veitustjóra falið að leggja drög að samningi fyrir næsta fund veitu- og hafnaráðs. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 134. fundur - 11.04.2024

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja ehf. og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 134. fundi veitu - og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja ehf. og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja um eftirlit dælustöðva, borholna og varaaflstöðva Hitaveitu Dalvíkur til þriggja ára með möguleika á að framlengja samninginn um tvö ár með samþykki beggja aðila en þó aðeins til eins árs í senn.