Frá Alþingi; Ný umsagnagátt tekin í notkun hjá Alþingi

Málsnúmer 202402148

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1099. fundur - 07.03.2024

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsett þann 28. febrúar sl., þar sem fram kemur að Alþingi opnaði nýja umsagnargátt miðvikudaginn 28. febrúar sl.

Umsagnagáttinni er ætlað að einfalda ferlið fyrir þau sem vilja senda inn umsagnir um þingmál sem eru í umfjöllun fastanefnda, tryggja betur öryggi gagna og rekjanleika auk þess sem birting verður skilvirkari. Umsagnaraðilar skrá sig inn gáttina með rafrænum skilríkjum, velja þingmál af lista, skrá upplýsingar um umsagnaraðila, draga viðeigandi skjöl inn í gáttina og senda.
Lagt fram til kynningar.