Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna loftræstingar og loftaklæðningar í Íþróttamiðstöð

Málsnúmer 202402127

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1098. fundur - 29.02.2024

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 26. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna ófyrirséðrar bilunar á loftræstibunaði í sturtuklefum og rakaskemmda á loftaklæðingu í kjölfarið.

Fram kemur að í lok ársins 2023 bilaði loftræstibúnaður í fataklefum á neðri hæð Íþróttamiðstöðvar og ekki hefur tekist að gera við hann. Búnaðurinn er 13 ára gamall og er ekki framleiddur lengur. Hann er farinn að þarfnast mikils viðhalds og varahlutir fást ekki. Lagt er til að endurnýjun á loftræstingu í klefunum verði sett á viðhaldsáætlun 2025 þar sem það mun alltaf taka nokkra mánuði að fá nýjan búnað og setja hann upp. Þangað til verði brugðist við með því að koma eldri búnaðinum í gang til að halda uppi loftskiptum án mikillar hitastýringar og er áætlaður kostnaður kr. 700.000.

Meðan loftræstingin virkaði ekki var loftið í sturtuklefunum það rakamettað að loftaplötur í báðum sturtuklefunum skemmdust og þarfnast endurnýjunar. Áætlaður kostnaður við kaup á nýjum loftaplötum og uppsentingu er kr. 1.500.000.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.200.000 á lið 31240-4610 við fjárhagsáætlun 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 2.200.000 á lið 31240-4610, viðauki nr. 10, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 26. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna ófyrirséðrar bilunar á loftræstibunaði í sturtuklefum og rakaskemmda á loftaklæðingu í kjölfarið. Fram kemur að í lok ársins 2023 bilaði loftræstibúnaður í fataklefum á neðri hæð Íþróttamiðstöðvar og ekki hefur tekist að gera við hann. Búnaðurinn er 13 ára gamall og er ekki framleiddur lengur. Hann er farinn að þarfnast mikils viðhalds og varahlutir fást ekki. Lagt er til að endurnýjun á loftræstingu í klefunum verði sett á viðhaldsáætlun 2025 þar sem það mun alltaf taka nokkra mánuði að fá nýjan búnað og setja hann upp. Þangað til verði brugðist við með því að koma eldri búnaðinum í gang til að halda uppi loftskiptum án mikillar hitastýringar og er áætlaður kostnaður kr. 700.000. Meðan loftræstingin virkaði ekki var loftið í sturtuklefunum það rakamettað að loftaplötur í báðum sturtuklefunum skemmdust og þarfnast endurnýjunar. Áætlaður kostnaður við kaup á nýjum loftaplötum og uppsentingu er kr. 1.500.000. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.200.000 á lið 31240-4610 við fjárhagsáætlun 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 2.200.000 á lið 31240-4610, viðauki nr. 10, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 2.200.000 á lið 31240-4610 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.