Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna klórstöðva í Sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202402126

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1098. fundur - 29.02.2024

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 26. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna klórstöðva í Sundlaug Dalvíkur að upphæð kr. 1.150.100. Í fjárhagáætlun 2024 er gert ráð fyrir kr. 6.000.000 vegna kaupa og uppsetningar á sex klórstöðvum en ljóst er að kostnaður verður aðeins hærri eða kr. 7.150.000. Þær klórstöðvar sem fyrir eru eru komnar til ára sinna og voru ekki endurnýjaðar þegar farið varið í endurnýjun á kerfinu árið 2017. Vonir eru bundnar við það að með endurnýjun núna náist meira jafnvægi á kerfi Sundlaugarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.150.100 á lið 31240-4610, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 26. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna klórstöðva í Sundlaug Dalvíkur að upphæð kr. 1.150.100. Í fjárhagáætlun 2024 er gert ráð fyrir kr. 6.000.000 vegna kaupa og uppsetningar á sex klórstöðvum en ljóst er að kostnaður verður aðeins hærri eða kr. 7.150.000. Þær klórstöðvar sem fyrir eru eru komnar til ára sinna og voru ekki endurnýjaðar þegar farið varið í endurnýjun á kerfinu árið 2017. Vonir eru bundnar við það að með endurnýjun núna náist meira jafnvægi á kerfi Sundlaugarinnar. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.150.100 á lið 31240-4610, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.150.100 á lið 31240-4610 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.