Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; 2024013915 - umsagnarbeiðni rekstrarleyfi veitinga. Skíðafélag Dalvíkur, Brekkusel

Málsnúmer 202402096

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1098. fundur - 29.02.2024

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi veitinga í flokki III frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fram kemur að til staðar er rekstrarleyfi í flokki III en hér er sótt um veitingaleyfi með áfengisveitingum. Hámarksgestafjöldi: 65 gestir og 150 gestir í útisvæði

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 er óskað eftir umsögnum umsagnaraðila. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs ogheilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta frekari umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir að fá framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 1100. fundur - 13.03.2024

Hörður Finnbogason, framkvæmdarstjóri Skíðafélags Dalvíkur og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mættu til fundar kl. 13:15.

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi veitinga í flokki III frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fram kemur að til staðar er rekstrarleyfi í flokki III en hér er sótt um veitingaleyfi með áfengisveitingum. Hámarksgestafjöldi: 65 gestir og 150 gestir í útisvæði

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 er óskað eftir umsögnum umsagnaraðila. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs ogheilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda.

Á 1098.fundi tók byggðaráð erindið til afgreiðslu og eftirfarandi var bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta frekari umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir að fá framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á fund byggðaráðs.
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi veitinga í flokki II frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggðar.

Hörður Finnbogason, vék af fundi kl. 13:35.

Helgi Einarsson situr hjá, Freyr Antonsson greiðir atkvæði með umsókninni og Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði gegn henni.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:32.

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Hörður Finnbogason, framkvæmdarstjóri Skíðafélags Dalvíkur og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mættu til fundar kl. 13:15. Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi veitinga í flokki III frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fram kemur að til staðar er rekstrarleyfi í flokki III en hér er sótt um veitingaleyfi með áfengisveitingum. Hámarksgestafjöldi: 65 gestir og 150 gestir í útisvæði Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa. Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 er óskað eftir umsögnum umsagnaraðila. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs ogheilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda. Á 1098.fundi tók byggðaráð erindið til afgreiðslu og eftirfarandi var bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta frekari umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir að fá framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á fund byggðaráðs.Niðurstaða:Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi veitinga í flokki II frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggðar. Hörður Finnbogason, vék af fundi kl. 13:35. Helgi Einarsson situr hjá, Freyr Antonsson greiðir atkvæði með umsókninni og Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði gegn henni. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, með því skilyrði að sala á vínveitingum fari ekki fram á meðan skipulagðar æfingar og keppnishald barna og unglinga er á vegum Skíðafélags Dalvíkur í Böggvisstaðafjalli.

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Lilja Guðnadóttir, sem leggur til eftirfarandi tillögu:
Ég legg til að sveitastjórn Dalvíkurbyggðar að umbeðnu leyfi Skíðafélags Dalvíkur til sölu vínveitinga á skíðasvæði þess í Böggvisstaðafjalli verði hafnað. Í Dalvíkurbyggð er í gildi Forvarnarstefna sem 11 aðilar; samtök, stofnanir og aðrir aðilar m.a. íþróttafélög eru aðilar að. Þessari forvarnarstefnu er ætlað að efla félagsauð, styrkja gott mannlíf ásamt því að hafa jákvæð áhrif á alla aldurshópa og fjölskyldulíf. Íþróttafélög, sem sveitafélagið styrkir myndarlega, er ætlað að starfa samkvæmt þessari forvarnarstefnu. Þar segir um hlutverk íþróttafélaga: „Íþróttafélög sem hafa með börn og unglinga að gera er ætlaður hlutur í framkvæmd forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar, þar sem þau hafa með höndum mikilvægt uppeldishlutverk í æskulýðs- og íþróttastarfi. Þar skal lögð áhersla á jákvætt, uppbyggilegt starf sem skili af sér sterkari, sjálfsöruggari einstaklingum. Félögin skulu stuðla að fræðslu á sviði forvarna og eiga gott samstarf við aðra aðila sem að þeim málum koma í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að félögin setji forvarnarstarf í markmið sín og hafi ekki vímuefni um hönd í starfi eða á samkomum í nafni félaganna þar sem börn og ungmenni eru þátttakendur.“ Það er því mat mitt að með því að leyfa áfengissölu Skíðafélags Dalvíkur á skíðasvæðinu erum við að fara þvert á ákveðin grundvallargildi sem koma fram í samþykktri Forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar. Við eigum að horfa til réttar barna og ungmenna til að vera ekki í kringum áfengi. Einnig eiga foreldrar rétt á því að geta sent börn sín á íþróttaæfingu án þess að þau verði vitni að áfengisneyslu á staðnum.

Helgi Einarsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn hafnar tillögu forseta sveitarstjórnar með 5 atkvæðum, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir situr hjá og Freyr Antonsson greiðir atkvæði með tillögunni.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Lilju Guðnadóttur um að hafna umbeðnu leyfi með 5 atkvæðum, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir og Freyr Antonsson sitja hjá.