Skógarhólar - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202402087

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 18. fundur - 13.03.2024

Lögð fram lýsing, unnin af Teikna - Teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna áforma um stækkun íbúðarbyggðar ÍB-314.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram lýsing, unnin af Teikna - Teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna áforma um stækkun íbúðarbyggðar ÍB-314. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna áforma um stækkun íbúðarbyggðar ÍB-314 og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 314-ÍB, unnin af Teikna teiknistofu.
Kynningu skipulagslýsingar lauk þann 6. apríl sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Mílu.
Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er afgreiðslan með fyrirvara um umsögn Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 314-ÍB, unnin af Teikna teiknistofu. Kynningu skipulagslýsingar lauk þann 6. apríl sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Mílu. Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er afgreiðslan með fyrirvara um umsögn Skipulagsstofnunar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir og fylgdi með fundarboði sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim skilmálum sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar.