Frá SSNE; Árlegur fundur SSNE með bæjar- eða sveitarstjórnum

Málsnúmer 202402010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1095. fundur - 08.02.2024

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 31. janúar sl., þar sem SSNE óskar eftir fundi með sveitarstjórn um miðjan febrúar. SSNE átti slíka fundi í öllum sveitarfélögum á síðasta ári og þóttu þeir takast vel og SSNE vill því endurtaka leikinn. Fram kemur að fundirnir eru mikilvægir fyrir miðlun upplýsinga en efni fundanna er að kynna starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig. Hægt að óska eftir umfjöllunarefni sem hægt er að undirbúa sérstaklega.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að finna fundartíma sem fyrst í samráði við SSNE á fundardegi byggðaráðs sem er á fimmmtudögum.

Byggðaráð - 1099. fundur - 07.03.2024

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, Albertína F. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE, Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 13:15.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, sveitarstjórnarfulltrúi, boðaði forföll.

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 31. janúar sl., þar sem SSNE óskar eftir fundi með sveitarstjórn um miðjan febrúar. SSNE átti slíka fundi í öllum sveitarfélögum á síðasta ári og þóttu þeir takast vel og SSNE vill því endurtaka leikinn. Fram kemur að fundirnir eru mikilvægir fyrir miðlun upplýsinga en efni fundanna er að kynna starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig. Hægt að óska eftir umfjöllunarefni sem hægt er að undirbúa sérstaklega.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að finna fundartíma sem fyrst í samráði við SSNE á fundardegi byggðaráðs sem er á fimmmtudögum."

Elva og Albertína kynntu starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að Dalvíkurbyggð.

Elva, Albertína og Friðjón viku af fundi kl. 14:02.
Byggðaráð þakkar SSNE fyrir komuna og kynninguna.
Lagt fram til kynningar.