Skilaboð til sveitarfélaga - íslykill

Málsnúmer 202312001

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 275. fundur - 09.01.2024

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 29.11.2023 frá Þroskahjálp. Þar er bent á að ekki verður hægt að nota Íslykill eftir áramótin. En með íslyklinum hefur fatlað fólk sem ekki fær rafræn skilríki getað notað hluta rafrænnar þjónustu, þó hann veiti ekki aðgang að allri opinberri þjónustu á netinu. Samtökin Þroskahjálp hefur barist fyrir því að þessri ákvörðun verði seinkað vegna þeirra hindrana sem fatlað fólk stendur frammi fyrir í stafrænum heimi. Þá vilja Landssamtökin Þroskahjálp segja frá því að vinna stendur yfir við að bæta aðgengi að rafrænum skilríkjum, útvíkka umboðsmannakerfi, og við fleiri úrbætur í stafrænum heimi. Þar eiga fulltrúar ráðuneyta sæti, Embætti Landlæknis, Samtök fjármálafyrirtækja, Stafrænt Ísland, Auðkenni, ÖBÍ og Þroskahjálp. Þroskahjálp hefur árum saman kallað eftir að slík nefnd, þvert á ráðuneyti taki til starfa, og leggur kapp á að vinnan verði til þess að auka aðgengi og réttindi fatlaðs fólks í stafrænum heimi.
Lagt fram til kynningar