Samningur um dagþjónustu 2023-2024

Málsnúmer 202311075

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 275. fundur - 09.01.2024

Félagsmálastjóri lagði fram drög að samningi við Dalbæ, heimili aldraðra vegna félagsstarfs við eldri borgara í Dalvíkurbyggð. Gerð er tillaga til eins árs vegna þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Gott að eldast. Gert er ráð fyrir félagsstarfi 3x í viku þar sem lögð er áhersla á handavinnugerð en einnig var gert ráð fyrir dreifingu matarbakka um helgar og á rauðum dögum frá Dalbæ. Stjórn Dalbæjar samþykkti þann hluta samningssins sem snýr að félagsstarfinu en vill skoða frekari útfærslu varðandi matarbakka um helgar.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að ræða við stjórn Dalbæjar um frekari útfærslu varðandi matarbakka um helgar fyrir eldri borgara Dalvíkurbyggðar.