Viðauki vegna launa Vinnuskóla 2023

Málsnúmer 202311068

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1088. fundur - 16.11.2023

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 15. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir launaviðauka við deild 06270, Vinnuskóla, þar sem ekki var fullnýtt heimild vegna nemenda og flokkstjóra sumarið 2023 - aðallega þar sem umsóknir voru færri en gert var ráð fyrir. Óskað er eftir launaviðauka til lækkunar að upphæð kr. - 11.436.105 og að honum verð mætt með hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka, viðauki nr. 41 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. - 11.436.105 við deild 06270 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 15. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir launaviðauka við deild 06270, Vinnuskóla, þar sem ekki var fullnýtt heimild vegna nemenda og flokkstjóra sumarið 2023 - aðallega þar sem umsóknir voru færri en gert var ráð fyrir. Óskað er eftir launaviðauka til lækkunar að upphæð kr. - 11.436.105 og að honum verð mætt með hækkun á handbæru fé.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka, viðauki nr. 41 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. - 11.436.105 við deild 06270 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. -11.436.105 á laun deildar 06270. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.