Hella - umsókn um breytingu á staðfangi

Málsnúmer 202311046

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 18. fundur - 13.03.2024

Erindi dagsett 7. desember 2023 þar sem Ævar Bóasson sækir um breytingu á staðfanginu Hella land í Hella.
Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7. desember 2023 þar sem Ævar Bóasson sækir um breytingu á staðfanginu Hella land í Hella.Niðurstaða:Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir umsókn um breytingu á staðfanginu Hella land í Hella.